Andvari - 01.01.1921, Síða 50
46
Fiskirannsóknir 1919 og 1920.
fAndvari.
nokkuð af smárri keilu og hlýra, einstaka stórýsu,
blágómu og lúðu. Meðan eg dvaldi í eynni, fóru
nokkurir bátar út á djúpmiðin, einkum Tanga, og
öfluðu töluvert á lóð, beitta síld og ljósabeitu (fisk-
beitu), 4—5000 pd. af þorski og annan fisk af ofan-
nefnu tægi. Einn daginn fékk einn bátur nær 400
af svörtuspröku, í álnum, 70—100 cm. langri, óþrosk-
aðar, með tóman maga. Annars var fæða þorsksins,
ef hann var ekki tómur, helst hálfmelt smáloðna,
selögn (krabbadýr), þyrsklingur, skrápkoli, mjóni,
blákjafta, karfaseiði, kampalampi stór, en aldrei síld,
og var liún þó komin á miðin. í blágómu voru
slöngusljörnuleifar, í hlýra þyrsklingsleifar. í þyrsk-
lingi á grunni var helst botnfæða, einkum slöngu-
stjörnur, stundum selögn, og eins í ýsunni; í skrápkola
var eingöngu kuldaskel (Yoldia). Nokkuð veiddist af
stórri hafsíld í reknet fyrir utan fjörðinn, hún var
löngugotin, feit, með loðnuseiði, marfló, selögn, smokk-
fiskaseiði, sleinbítsseiði og mergð af einhverjum inar-
linútsættar-seiðum o. fl. í maga. Síldin lítur ekki út
fyrir að vera mjög við eina fjölina feld með fæðu.
2 þorskhænga fann eg með hálfgotnum sviljum og
1 sandkola við Hrísey með stórum, ógotnum hrogn-
um. — Það var nú nýfarið að aflasl, en alt þangað
til hafði verið aflalaust, og vildu menn helst kenna
því um, að mjög mikið hafði verið af vöðusel á
djúpmiðum Eyfirðinga um vorið, og að hann hafi
stöðvað fiskigöngurnar vestan að. Skata kvað vera
orðin fáséð í firðinum. — Hér má og geta þess, að
hnísur höfðu drepist unnvörpum á Eyjafirði veturinn
1917—18, en þó kvað ekki bera á neinn fæð þeirra
nú (Jóhannes Davíðsson).
Það var nýung fyrir mig að sjá, að Hríseyingar