Andvari - 01.01.1921, Page 52
48
Fiskirannsóknir 1919 og 1920.
[Andvari.
Eg kom til Norðfjarðar að morgni 31. júlí og
dvaldi þar til 10. ágúst. Fyrstu tvo dagana var NA.
stormur og ekki farið á sjó. Setti eg þá nokkura
smádrengi til þess að dorga þorskseiði og smá-
þyrskling við bryggjurnar. Var mikil mergð af þess
konar fiski þar og fékk eg fljótt meira en eg vildi til
rannsókna. Var mest af því tvævetur fiskur, mjög
feitur og troðinn af fiskslógi, sem kastað er þar í
sjóinn við aðgerð. Úti í firðinum veiddu þeir handa
mér smáýsu. — Svo batnaði veðrið og var þá farið
að róa, og fékk eg nú nóg af fiski til rannsókna.
Smábátarnir fóru út í kringum Hornið og veiddu
þar á lóð á 10—45 fðm. dýpi þyrskling, slútung og
lítið eitt af stórþorski, kurlýsu og smáýsu, lítið eitt
af smálúðu og hlýra. Framan af var aflinn lítill, en
jókst svo að lokum, að bann var talinn góður, hálf-
fermi eða fullfermi (»2—3 rúm full«, eins og þeir
mæla það á Norðfirði). Flest af fiskinum var með
botnfæðu í maga, eða tómur. í einstaka fiski var
hálfmelt hafsfld. Þegar aflinn fór að glæðast, var
margt af fiskinum með uppblásinn suudmaga (norðan-
ganga?, góður afli undanfarið í kringum Langanes
og alt suður á Borgarfjörð). Mótorbátarnir fóru suður
á Gerpisröst og fengu þar töluvert af þorski, suma
mjög væna, stórýsu, nokkuð af stofnlúðu (miðlungs-
spröku), einstaka stóra skarkola (»grallara«) og
mikið af stórum steinbít. Fæða þorsksins hér var
einkum trjónukrabbi (7 —15 í hverjum) og slöngu-
stjörnur, i hinum kampalampi og þyrsklingur, en
hinum stærstu oftast steinbítur, í einum var 1 c.
60 cm. langur, í öðrum, þeim stærsta sem þar fekst
(130 cm.), voru 6—7 smásteinbítar, margt af trjónu-
krabba, brimbútur, svampar og hænueggsstór steinn,