Andvari - 01.01.1921, Page 54
50
Fiskirannsóknir 1919 og 1920.
[Andvari.
ekki að veiðast úr Siglufirði né Eyjafirði fyrri en
eftir miðjan júlí. í kringum 7. júlí hafði kúltari einn
úr Eyjafirði fengið þorsk með nýrri hafsíld í maga
við Grímsey. Laust fyrir miðjan þann mánuð var
sagt í Eyjafirði, að síld hefði verið við Langanes, og
á Seyðisfirði frétti eg, að norskt gufuskip á leið til
íslands hefði orðið vart við síldartorfur úti fyrir
Austfjörðum í kringum 25. júli. Um líkt leyti hafði
verið mikið af síld inni við Breiðamerkursand (í
»Mýrabugt«) að sögn manna, er voru þar að reyna
koma skipi á flot (sumargjótandi síld? sbr. áður sagt).
Eg gat þess áður, að síld var í fiskamögum, veidd-
um við Hornið (Barðsneshorn). Alt þetta bendir á,
að ekki hafi verið alveg sildarlaust úti fyrir austur-
og suðausturströndinni í sumar, og hefði ef til vill
orðið meira vart við hana, ef menn hefðu reynt með
reknetum, sem víst enginn gerði. Konráð Hjálmars-
son sagði mér og, að skip hans, »Súlan«, hefði öll
áriu 1902—1906 bitt síld 10.—12. júni, skamt undan
Bakkafirði. Liklega mætli fá fleiri upplýsingar, sem
gerðu það sennilegt, að ekki muni öll síld koma
vestan fyrir land að Norðurlandi á sumrin, eins og
sumir vilja halda. Er það alriði svo merkilegt, að
vel væri það þess vert, að það væri rannsakað
ýtarlega.
Eg gat þess, að mikið liefði verið af smáþyrsklingi
við bryggjurnar á Norðfirði í sumar, og er það al-
ment fyrirbrigði á öllum Austfjörðum; mest af því
var í sumar tvævetur fiskur; mjög fátt var af vetur-
gömlum seiðum, sem annars er þar jafnan mergð af.
Ársseiðin voru ekki farin að sýna sig, þvi að ekki
var nógu áliðið til þess; það er er löng leið fyrir
þau vestan að, norðan um land. Engin ufsaseiði sá