Andvari - 01.01.1921, Page 55
Andvari].
Fiskirannsóknir 1919 og 1920.
51
eg, hvorki árseiðin né hin veturgömlu, að segja mátti,
fyr en morguninn, sem eg fór; var þá komin stór
torfa af 15—25 cm. smáufsa (veturgömlum?). Ann-
ars hafa verið mjög mikil smáufsahlaup á haustin
og veturna, bæði í Norðfirði og Mjóafirði, árin 1914
— 1919, en hættu að koma eftir frostin miklu 1918.
Annars er smáufsinn vanur að koma þar 3 ár í röð,
stækkandi með hverju ári, minstur 5—12 cm. (á 1.
ári), svo 15—20 cm (veturg.) og siðast 20—30 cm.,
eða stærri (tvævetur eða eldri). Síðustu árin, sem
um var getið, fór hann smækkandi. Svona eru og
áraskifli að ufsagengdinni og stærðinni við Faxaflóa.
Síld hefir nú ekki komið inn í Norðfjörð i mörg
ár og þorskgöngur segja menn, að hafi breytt sér
mikið síðari árin; norðangöngur, sem þykja drýgstar,
og komu áður, helst þegar kom fram í ágúst, hafa
ekki komið, og sunnangöngur farið dýpra og dýpra
fyrir. Aíleiðingin af þessu og áhrifum styrjaldarinnar
hefir orðið sú, að útgerð hefir gengið mikið saman,
einkum hefir smábátunum fækkað, þeir voru flestir
150 árið 1914, en voru í sumar ekki nema eitthvað
um 100. í sumar leit þó helst út fyrir, að norðan-
ganga hefði komið í byrjun ágúst, eða jafnvel fyr,
en beituleysi var, þangað til síldin fór að koma frá
Sigluíirði, og þá örvaðist veiðin mikið.
Norðfirðingar hafa beitt kúfiski um nokkurra ára
skeið, og fá hann með landinu fyrir utan Nes. —
Reyðfirðingar hafa og beitt kúfiski síðustu 3 ár og
fá hann mest á 10 fðm. dýpi i Vaðlavík og nokkuð
í Breiðuvík. Af þessu og því, sem áður er frá sagt
um Eyjafjörð, sést það, að kúfisksbrúkunin er að
breiðast út frá Vestfjörðum til Norður- og Austur-
lands.