Andvari - 01.01.1921, Page 58
54
Fiskirannsóknir 1919 og 1920.
[Andvari.
a. Aldnrsákvarðanir á þorski.
Á þessum siðustu ferðum mínum hefi eg lagt mesta
áherslu á að safna gögnnm til ýtarlegri aldursrann-
sókna á þorski, eins og eg hefi þegar drepið stuttlega
á, og einkum var ferðin til Austfjarða gerð í þeim
tilgangi, því að þaðan hafði eg ekkert fengið áður af
þorski til rannsókna. Og þar sem eg nú hefi og fengið
það sem mig vantaði þaðan, þá er rannsóknum mín-
um á aldri og vexti þorskins þar með lokið, og skal
eg nú birta útkomuna af þvi, sem eg hefi lesið út
úr gögnum þeim sem eg hefi safnað þessi síðustu
sumur. Skal eg og geta þess, að nú þarf eg ekki
lengur að slípa kvarnirnar (en á þeim les eg vana-
lega aldur fisksins), en læt mér nægja að brjóta þær
í miðju og lesa í brotsárið óslípað. Það flýtir mikið
fyrir mér. Á yngsta fiskinum hefi eg einnig ákvarðað
aldurinn af hreistrinu, til tryggingar. Skal eg nú skýra
frá útkomunni i sömu röð og eg rannsakaði fiskinn
og byrja því á suðurstrandarfiskinnm.
1. 200 fiskar veiddir á færi og lóð við Vestmann-
Aldur vetur Tala Lengd cm. Meðal- lengd cm. Pyngd gr- Meðal- Þyngd gr.
13 1 120 )) 15500 »
12 2 96—118 107 6750-14000 10375
11 3 92—108 101 8000—12500 10025
10 12 92—100 102 6800-11500 9650
9 12 73-108 96,4 3500—11500 8440
8 45 81—113 94 5500—12500 7840
7 40 73-105 90 3000-11500 7100
6 41 68— 97 84,7 3250— 8500 5430
5 28 60- 91 79,2 2250- 7250 4800
4 15 54— 83 71 1750— 4600 3500
3 1 62 » 2750 »