Andvari - 01.01.1921, Side 59
Andvari].
Fiskirannsóknir 1919 og 1920.
55
eyjar (Dranga), 25—50 faðma dýpi, 2.—5. ág. 1919;
yfirleitt feitur og vænn fiskur, með síld, kampalampa
eða smokkfisk í maga, eða tómur.
Af þessum fiskum voru 100 hængar og 100 hrygn-
ur og allur þorrinn kynsþroskaður, og eins og endra-
nær, engin hrygna undir 80 cm. kynsþroskuð, og
einstaka milli 80—90 cm. heldur ekki, o: hafði ekki
gotið áður. Ein af þessum stóru, ógotnu hrygnum
var 7 vetra, hinar 6 vetra eða 5.
2. 38 fiskar veiddir á lóð við Vestmaitneyjar
(Heimaey) á 30 faðma dýpi, 14. ág. 1919; mest smár
fiskur, feitur, með nýtt sandsíli í maga.
Aldur vetur Tala Lengd cm. Meðal- lengd cm. Pyngd gr. Meðal- Þyngd gr.
9 1 97 )) 7500 «
7 2 90-97 93,5 6250-8750 7500
6 4 68-94 83 3700-8000 6100
5 2 60—65 62,5 1700-2200 1950
4 13 51—76 61 1100-3500 2050
3 15 44-74 56 500-3400 1550
2 1 48 )) 900 »
Af þessum fiskum voru líka jafnmargir hængar og
hrygnur, og sýnir það, hve jafnt er af hvoru kyni í
fiski, sem tekinn er af handahófi og ómögulegt að
sjá utan á, hvers kyns er. — Þessi fiskur var mest
stútungur og þyrsklingur, svipaður og fiskur veiddur
á sama dýpi. í Grindavíkursjó, (sjá skýrslu 1917—’18,
bls. 60). Fiskurinn frá Dröngum var þar á móti að
stærð (og aldri) reglulegur »vertíðarfiskur«, eins og
hann gerist við Suðurland á veturna (sbr. nefnda
skýrslu, bls. 64), og mun stærri og eldri en sumar-
fiskurinn á Selvogsbanka (sama skýrsla, bls. 61), en
*4