Andvari - 01.01.1921, Page 65
Andvari].
Fiskirannsóknir 1919 og 1920.
61
Grindavíkursjó, borið saman við fisk af Selvogs-
banka (Skýrsla 1917—18). Þetta getur sumpart stafað
af þvi, að fiskur, sem vex upp úti í djúpi, hafi jafn-
ari hita og fæðu og vaxi því hraðar, þó því að eins,
að sjórinn sé ekki að staðaldri kaldur í djúpinu; en
það hefir líka komið í ljós við önnur lönd, að upp-
vaxandi fiskur, bæði þorskur og annar fiskur, sem
vex upp á grunni, leitar til djúpsins, þegar hann
hefir náð ákveðinni stærð, hvað sem aldrinum líður,
og samlagar sig þar öðrum fiski á þeirri stærð, enda
má sjá, að um þess konar blending af jafnstórum
fiskum á ólikum aldri, t. d. tveggja til fjögurra vetra,
er að ræða hér, þegar yfirlitin hér að framan eru
athuguð.
Þegar nú borin er saman stærð og aldur á fisk-
inum af Norðfjarðarmiðunum við það, sem áður er
skýrt frá um Eyjafjarðarfiskinn, þá sést það, að hann
samsvarar honum, og þar með öðrum fiski frá Norð-
urlandi (sbr. áður sagt) að aldri og vexti,1) en er þó,
einkum eldri fiskurinn, nokkuð smærri að sínu leyti.
Efalaust er margt af þessum fiski, og þá sennilega
einkum hið stærsta, ekki vaxið upp fyrir norðan eða
auslan, heldur í hlýrra sjónum fyrir sunnan og
vestan land og komið í sumarvist á þær slóðir; væri
auðið að þekkja þennan fisk úr og draga hann frá,
mundi meðalstærð einstakra árganga uppvaxandi
fisksins lækka að mun.
Af því, sem sagt hefir verið sagt um æxlunarþroska
þorsksins við norður- og austurströndina, má sjá, að
hann nær honum yfirleitt ekki fyrri en hann er orð-
1) Eg náöi þvi miður ekki í nema sárafáa veturgamla fiska, en heíi
áöur séö veidda i lok júií á »Tlior« i Seyðisflrði nokkur hundruö þorsk-
seiði veturgömul, 10—16 cm. löng.