Andvari - 01.01.1921, Page 68
64
Fiskirannsóknir 1919 og 1910.
[Andvari.
Af öllu því, sem skýrt hefir verið frá hér að framan
og í eldri skýrslum mínum, má draga þá ályktun,
1) að þorskurinn við ísland vex all-misfljótt, eftir
því, hvort hann vex upp í hlýjum eða köldum sjó,
2) að hann nær æxlunarþroska á 5.—9. ári, tíðast
6—7 vetra, og þar með er sýnt, að meiri hlutinn af
þeim fiski, sem veiddur er utan vetrarvertíðar, er
óþroskaður (immaturusj, 3) að hængarnir eru nokk-
uru minni en hrygnurnar, og ná æxlunarþroska 1—2
vetrum fyrr en þær. Eftir er enn að vita, hvort
þorskurinn, sem vex upp í kaldari sjónum, sé sér-
stakt kyn, sem helzt mundi þá gjóta úti fyrir vestur-
ströndinni, fyrir norðan Snæfellsnes, og berast þaðan
sem ungviði til kaldari sjávarins við norður- og
austurströndina.
b. Aldnrsákvardnnir á ysn.
Eg byrjaði þessar rannsóknir sumarið 1913, og
hefi skýrt frá þeim í tveim siðustu skýrslum mínum.
Sumarið 1919 safnaði eg rannsóknargögnum (hreistri)
af allri þeirri ýsu, sem eg náði í í Vestmanneyjum,
og í sumar er leið gerði eg hið sama í Eyjafirði og
Norðfirði. Hefi eg nú lokið við rannsóknina á þess-
um fiski og birti hér með árangurinn í sömu röð og
eg safnaði hreistrinu.
1. 50 ýsur veiddar á lóð við Vestmanneyjar á 30
—50 fðm. dýpi, 4.—14. ág. 1919. Það var yfirleitt
feitur fiskur, með sandsíli í maga. (Yfirlit bls. 65.)
Af þessum fiskum voru 22 hængar, 25 hrygnur og
3 óvissir, og voru þeir, sem voru 21 cm. eða meir
(þar af sumir að eins 4 vetra) kynsþroskaðir, o: höfðu
gotið, hinir ekki.