Andvari - 01.01.1921, Blaðsíða 70
66
Fiskirannsóknir 1919 og 1920.
[Andvari.
inn hjá öllum. Hér vantar þrevetran fisk; hann fékst
ekki; en dagana áður en eg kom að Svalbarðseyri,
hafði fengist þar mikið af ýsu, 32—35 cm. langri,
sem sennilega hefir verið sá árgangur.
3. 111 fiskar veiddir á lóð, á og úti fyrir Norðfirði,
4.— 9. ágúst 1920, sumpart í Gerpisröst, á 20—25
fðm. (alt eldra en 5 vetra og 7 5 vetra fiskar), sum-
part á Ólafsmiði (allir 4 vetra og 4 5 vetra fiskarnir),
sumpart á firðinum, á 15 fðm. (allur tvævetri fisk-
urinn). Þetta var alt feitur fiskur, með botnfæðu
(orma) í maga.
Aldur vetur Tala Lengd cm. Meðal- lengd cm. Þyngd gr. Meðal- þyngd gr.
10 í 75 » 4000 »
9 2 77—78 77,5 3800-4400 4100
8 3 68-74 70 3500-3900 3400
7 10 60-74 69,1 1900-4000 3020
6 8 56-68 63 1800—3900 2730
5 11 48-59 53,6 1200-2000 1510
4 18 41—50 46,7 600-1250 970
2 58 22-31 27,2 100— 280 150
Af þessum fiski voru 79 hængar (þar af 54 af tvæ-
vetra fiskinum), 4 hrygnur og 1 óviss. Þeir, sem voru
undir 50 cm. á lengd voru ókynsþroskaðir. Hér
vantar þrevetra fiskinn, eins og í Eyjafirði og sömu-
leiðis þann veturgamla. 1904 veiddist mikið af ýsu
i Loðmundarfirði, á »Thor« 27. júlí; hið smærsta af
lienni mældist flokkur sér, 33—38 cm. flestar; það
heíir eflaust verið þrevetur fiskur. 21. júlí 1905 var
torfa af smáýsu inni við Öldu í Seyðisfirði; allir
voru fiskarnir mjög álíka að stærð, c. 15 cm; það
hefir verið veturgamall fiskur, og 29. s. m. fékk