Andvari - 01.01.1921, Síða 72
68
Fiskirannsóknir 1919 og 1920.
[Andvari.
Aldur vetur Suður- ströndin Faxaflói Ólafsvik Vestfirðir Norður- ströndin Austur- ströndin
. 9 74 )) 77 )) 77
8 78 )) 74 )) 70
7 68 79 71 )) 69
6 63 62 67 )) 63
5 54 55 62 47 54
4 48 48 54 41 47
3 43 41 45 (34) (38)
2 31 34 (33) 25 27
1 (20) (20) (20) 19 (17)
0 (7) (6) (5) (4) ))
en þau sjást varla við austurströndina svo snemma.
Eldra fiski en 9 vetra er slept.
Þegar þessi fiskur er borinn saman, þá virðist svo
í fljótu bragði séð, að fiskurinn frá norðurströndinni
sé minni en annarsstaðar, en þaðan er helst til fátt
til samanburðar. Ef nokkur verulegur munur er á,
þá er hann helst á fiski frá norðausturströndinni í
heild sinni, sem sé sá, að yngstu 2—3 árgangarnir
þar séu nokkuð minni eftir aldri en annars staðar;
enda eigi ólíklegt að svo væri, þar sem sjórinn er
þar jkaldari og seiðin koma þar seinna að landi; en
munurinn er ekki’mikill, miklu minni en þegar um
þorsk er að ræða, og ekki meiri en það, að hann
er horfinn, þegar fiskurinn er orðinn 4 vetra. Hvernig
í því liggur, að ýsan vex jafnara en þorskurinn, hvar
sem er við landið, get eg ekki sagt. Ef til vill stafar
það að einhverju leyti af því, að ýsuseiðin eru að
jafnaði dýpra og jafndýpra en þorskseiðin eða á
jafnari gnægð fæðunnar. Eg hefi hér að framan og
í síðustu tveim skýrslum minst á æxlunarþroska ýs-