Andvari - 01.01.1921, Síða 74
70
Fiskirannsóknir 1919 og 1920.
[Andvari.
það er svipað og á ýsunni, en erfiðara aflestrar, og
er einkum einkennilegt að því leyti, og einmitt erfið-
ara vegna þess, að eins konar bylgjugangur virðist
vera i sumarvextinum, eins og hann sé mishraður
sama sumarið (vegna mismunandi ætisgnægðar? (sílis
og spærlings, sem er aðalfæða lýsunnar)) og að vetr-
arrákirnar eru breiðari en á öðrum þorskfiskum, sem
eg hefi kynst. Hreistrið fær lýsan á 1. ári, þegar
hún er um 5 cm. löng.
Til rannsókna hefi eg haft rúml. 200 fiska, flest-
alla úr Stokkseyrarsjó og Faxaflóa; annarsstaðar frá
hefi eg eigi fengið svo sem neitt, og og birti eg nú
útkomuna hér:
1. 179 fiskar, stór og miðlungslýsa, veidd á lóð á
30—40 fðm. í Stokkseyrarsjó 13.—17. júlí 1917. Þetta
var alt fremur magur fiskur, tíðast með lóman maga.
Aldur vetur Tala Lengd cm. Meðal- lengd cm. í’ynfid gr. Meðal- þyngd gr.
8 2 59—66 62,5 2000—2000 2000
7 7 54-66 59,9 1500—2300 1760
6 20 50-62 55,2 1100—2100 1540
5 42 44-61 51,3 900-1900 1290
4 83 39-54 47,2 700-1700 1060
3 21 34-47 40,6 350—1100 780
2 4 32-36 34,0 500— 600 550
Af þessum fiskum voru 111 hrygnur og 66 hængar
(2 óákveðnir). Af hængunum voru allmargir ennþá
gjótandi, en hrygnur allar útgotnar.
2. 17 fiskar, stórir og miðlungs, veiddir á lóð í
Faxaílóa (Akrnesingamiðum), á 25—30 fðm., 30. júlí
1917; yfirleitt feitur fiskur.