Andvari - 01.01.1921, Síða 75
Andvari].
Fiskirannsóknir 1919 og 1920.
71
Aldur vetur Tala Lengd cm. Meðal- lengd cm. Pyngd gr- Meðal- Þyngd gr.
5 2 56-57 56,5 1500-1600 1550
4 ' 7 41—54 43,4 500—1300 660
3 8 33-41 36,9 290— 510 380
Af þessum fiskum voru 6 hængar og 11 hrygnur.
— Auk þessara fiska hefi eg haft til skoðunar fá-
eina fiska, þar á meðal 3 veturgamla, 9—13 cm
langa, 2 tekna í Borgarnesi í júlí (?) og 7 seiði á 1.
ári, 5—7 cm., fundin í miðjum ágúst í fiskamögum
við Vestmanneyjar, auk nokkurra fleiri úr Faxaflóa
og Seyðisfirði.
Af því sem hjer er skýrt frá, má fá ýmsan fróð-
leik um lífshætti lýsunnar hjer við land og þá fyrst
og fremst um vöxtinn eins og hann gerist hjer við
suðurströndina (og eg skoða fiskinn úr Stokkseyrar-
sjónum eins og gott sýnishorn af fullþroskuðum fiski).
Hjer við land er lýsan stærri en í suðlægari höfum;
dr. Schmidt hefir mælt þá stærstu, sem hér hefir
verið mæld; hún var 68 cm. Þær stærstu hjer til-
greindu eru 66 cm. Stærri en þetta verður hún víst
sjaldan. t*á má af rannsókn minni sjá, að lýsan
verður ekki gamall fiskur, 8 vetra eða ef til vill 10.
Hún er fljót að vaxa, verður fullvaxin (o: kyns-
þroskuð) þriggja til fjögurra vetra, aðallega þó fjög-
urra vetra, því að eg hefi fundið smærsta æxlunar-
færi fiska, bæði kynin 40 cm., samt sjást einstaka
fiskar af báðum kynjum, sem ekki hafa tímgast 47
cm. langir (það árið að minsta kosti). Hins vegar
hefir Schmidt fengið nokkura fiska, 25. maí 1904 og
20. s. m. 1905, úti fyrir Ingólfshöfða og Suðursveit,
’5