Andvari - 01.01.1921, Page 76
72
Fiskirannsóknir 1919 og 1920.
[Andvari.
bæði kynin, sem voru þá gjótandi, en ekki nema 30
cm. hinir smærstu, og þá sennilega réttra þriggja
vetra. Má því segja, að timgunin byrji með 4. árinu,
ef ekki einstaka fiskar byrja með 3. árinu.
Eg hefi reiknað út meðallengd 3.—6. árgangs lýs-
unnar fyrir hvort kyn sér og er útkoman þessi (töl-
urnar meðallengd í cm.):
6 vetra, hængar 53,6, hrygnur 56,7
5 — - 51,7, — 54,6
4 — - 45,4, — 48,4
3 — - 39,7, — 41,4
Petta sýnir, að hrygnurnar eru mun stærri en
hængarnir, að minsta kosti úr þvf, að þau hafa náð
kynsþroska. Munurinn er 3 cm. á elstu þrem ár-
göngunum, sem reiknað er út fyrir, eða hrygnurnar
eru 5—6 °/o lengri en hængarnir.
Vöxt lýsunnar fyrstu 2 árin hefi eg lítið getað
rannsakað, eins og sagt er áður; en víst er það, að
hann er mjög ör. Tvævetru fiskarnir, sem eg hefi
mælt, eru 32—34 cm. í júlílok, en líklega með þeim
stærstu af þeim árgangi; og gæti eg trúað, að meðal-
stærðin væri 28—30 cm. á þeim tima, því að Schmidt
hefir fengið allmargt af 20—27 cm. fiski á áður-
greindum stað og tíma, og vil eg álíta hann tvæ-
vetran. Svo hefir hann fengið nokkuð af lýsu í
Seyðisfirði, 10—15 cm. 22. maí og 12 —16 cm. 28.
júlí og eg nokkurar 12—22 cm. lýsur í ísafjarðar-
djúpi í miðjum júlí; það hefir efalaust alt verið vetur-
gamall fiskur. Gæti eg þá trúað, að lýsa á þeim
aldri væri 18—20 cm. við suðvesturströndina í júli-
lok. Loks hefi eg fengið 7 seiði á 1. ári 5—7 cm. í
miðjum ágúst við Vestmanneyjar, eins og áður er
sagt. Vöxtur lýsunnar við suðurströndina yrði þá