Andvari - 01.01.1921, Page 77
Andvari].
Fiskirannsóknir 1919 og 1920.
73
með áætluðum tölum fyrir veturgamlan og tvævetran
fisk þannig, miðað við júlílok.
Aldur (vetur) . . . 0 1 2 3 4 5 6 7 8
Meðallengd .... 6 (18) (28) 41 47 51 55 60 62
Hvernig vextinum er háttað annars staðar við land-
ið, þar sem lýsan dvelur að nokkru leyti fyrstu tvö
eða þrjú árin, er enn óvíst (í Faxaflóa virðist hún
vera nokkuð smærri). Hún gýtur að eins í hlýja
sjónum við suður- og suðvesturströndina og þangað
verður hún að fara til hrygningar, í síðasta lagi fjög-
urra vetra. Hrygningartíminn er aðallega maí—júní.
Aldursrannsóknir á löngu og fleiri fiskum, sem eg
hefi safnað gögnum til, verða að bíða í þetta sinn.
Pað eru nú liðin 25 ár síðan eg, sumarið 1896,
byrjaði á fiskirannsóknum þeim, er eg hefi starfað
að síðan — í tómstundum mínum, og á því eigi illa
við, að litið sé yfir þenna tíma, frá þessu sjónar-
miði og athugað, hvað áunnist hefir í þekkingu á
lífi og lífskjörum íslenzkra nytjafiska á þeim tima,
og um leið bent á, hvers krefjast ætti uin framhald
á þess konar rannsóknum.
Eftir að próf. G. O. Sars hafði gert sínar merki-
legu uppgötvanir viðvíkjandi hrygningu og uppvexti
þorsksins við Lófót, á árunum 1863—70, fór að
vakna almennur áhugi meðal náttúrufræðinga við
norðanvert Atlantshaf á að rannsaka lif og lífsskil-
yrði fiska og annara nytsemdardýra, með tiiliti til