Andvari - 01.01.1921, Side 80
76
Fiskirannsóknir 1919 og 1920.
[Andvari.
háttum fiskannna eða þröngsýni, og gerðu því að
mínum dómi að eins ilt eitt, og reyndi eg því eftir
mætti að sýna mönnum fram á gagnleysi þeirra eða
skaðsemi, og hvetja þá til þess að afnema þær.
Hygg eg að auga manna hafi smám saman opnast
fyrir þessu, með vaxandi þekkingu og menningu,
enda eru þær nú flestar úr sögunni. — Hins vegar
hvatti eg menn til þess að brúka þorskanet, sem
sumar samþyktirnar reyndu að útrýma. Nú eru þau
brúkuð með allri suðurströnd landsins frá Snæfells-
nesi til Austfjarða og mikið sumstaðar, áður að eins
í Faxaflóa.
Annað mál, sem mjög var á dagskrá um og eftir
aldamótin, voru hvalveiðar Norðmanna hér og áhrif
þeirra á fiskigöngur og fiskafla (einkum síld). Kynti
eg mér þar alla málavöxtu eftir föngum og komst
að þeirri niðurstöðu, að áhrif hvalategunda þeirra,
sem um var að ræða, á fiskigöngur væru miklu
minni, en sumir fiskimenn (einkum norskir síldveið-
endur, og aðrir er þeir höfðu haft áhrif á) vildu
ætla, og réð að eins til að takmarka hvalveiðarnar
(ef þörf gerðist) vegna framtíðar þeirra sjálfra og
viðhalds hvalanna, en áleit það ástæðulaust vegna
fiskveiðanna. — Hins vegar sýndi eg fram á stopul-
leik síldveiða á fjörðum inni og hvatti menn til þess
að bíða ekki eftir síldinni þar, heldur veiða hana úti
á rúmsjó, með reknetum (snyrpinætur voru þá varla
kunnar), og kom af stað nokkurum framkvæmdum í
þá átt. (Reknetafélagið við Faxaflóa.j Nú bíða menn
ekki lengur eftir síldinni inni í fjörðum!
Um sama leyti og eg byrjaði rannsóknir mínar,
vildi svo til, að botnvörpuveiðar byrjuðu hér við land.
Eins og kunnugt er, fengu fiskimenn vorir alment