Andvari - 01.01.1921, Qupperneq 82
78
Fiskirannsóknir 1919 og 1920.
[Ándvari.
konar milliliður milli vísindamanna og íslenzkra flski-
manna og þekkingarmiðlari.
Fyrstu árin, eða fram til 1899, var eg einn míns
liðs í fiskirannsóknum hér, en þá tóku Danir að
senda hingað á ný unga dýrafræðinga til fiskirann-
sókna, á mælingaskipunumjf og voru helztir þeirra R.
Horring, síðar fuglafræðingur, og A. C. Johansen, nú
einn af helztu starfsmönnum við samþjóða fiskirann-
sóknir Dana. Varð að þeim mikill liðsauki. En merk-
asti atburðurinn fyrir mig og íslenzka fiskifræði varð
þátttaka Dana í hinum samþjóða sjó- og fiski-rann-
sóknum (de internationale Havundersögelser). Var
þeim falið að rannsaka sjóinn kringum Island og
gerðu þeir út haffært skip, botnvörpunginn »Thor«
(nú björgunarskipið wPór®), til rannsókna. Var skipið
hér við land til rannsókna árin 1903—’05 og svo
1908, undir forustu dr. Joh. Schmidt. Áður en skipið
byrjaði rannsóknir sínar hér, sýndi forstöðunefnd
rannsóknanna mér þann sóma, að leita álits míns á
því, hvað eg teldi sérstaklega nauðsynlegt að rann-
sakað yrði, með tilliti til íslenzkra fiskveiða, og bauð
mér svo sem gesti sínum að vera á skipinu, þegar
það væri við ísland. Þetta boð þáði eg feginn, þegar
embættisstörf mín leyfðu og árið 1903 hafði eg heldur
engan rannsóknastyrk, svo að eg var laus og liðugur.
Eg var á skipinu fyrstu þrjú sumurin og lærði mjög
mikið, enda var unnið ósleitulega undir umsjón dr.
Schmidts, og margt nýtt í Ijós leitt. Var þar unnið
stórmikið og merkilegt visindalegt verk í þágu Is-
lands,* 1) því að kostnaðarlausu, og eg vil bæta við,
án alls þakklætis frá vorri hálfu, sérstaklega til þeirra
1) Sjá ril dr. Schmidts: oFiskeriundersögelser ved Islnnd og Færöerne
i Sommeren 190.'!«. (Er til hér viða á bókasöfnum).