Andvari - 01.01.1921, Side 85
Andvari].
Fiskirannsóknir 1919 og 1920.
81
lausir allra mála, hvað sjó- og fiskirannsóknir við
ísland snertir, eins og þeir hafa þegar gert með veður-
fræðisrannsóknirnar og landmælingarnar. þeir munu
sennilega ekki fást við neitt þess konar, nema þá væri
fyrir borgun frá íslandi, eða þá einhver einstök atriði,
sem væru framhald af einhverju áður rannsökuðu.
þá verður spurningin þessi: Er nokkur þörf á sjó-
og fiskirannsóknum hér framvegis? Sje það ekki, þá
eiga þær að falla niður og engu til þeirra að kosta,
en séu þær nauðsynlegar, þá verður líka að halda
þeim áfram og leggja fram nauðsynlegt fé til þeirra.
Eg tel þessar rannsóknir sjálfsagðar og nauðsyn-
legar og skal gera stutta grein fyrir þeirri skoðun
minni:
í lok síðustu aldar var farið að bera nokkuð á
fækkun á sumum dýrmætari flatfiskategundum og
smækkun á sumum öðrum fisktegundum (t. d. ýsu)
í Norðursjó og víðar, og var kent um of mikilli
veiði. Vildu menn þá fá vísindalega rannsakað, hve
mikil brögð væru að þessu og hvað valda mundi.
Eins vildu menn fá að vita orsakirnar til hinna miklu
breytinga á síldargöngum við Norðurlönd, um sam-
bandið milli hvala og fiska, um gagnsemi sjófiska-
klaks, um sambandið milli hafstrauma og veðráttu
o. fl. En þá sáu menn, að þeir þurttu að fá að vita
svo margt óþekt um lífshætti þessara fiska, og um
eðli sjávarins, til þess að geta svarað hinum um-
ræddu og öðrum spurninguin. Höfðu að vísu ein-
stakar stofnanir eða einstakir menn í ýmsum löndum
unnið mikið í þessa átt síðustu tugi aldarinnar, en
það vildi verða lítill árangur af því starfi, af því að
sjórinn er svo víðáttumikill. Sáu menn þá, að fyrsta
skilyrðið fyrir verulegum rannsóknarárangri væri