Andvari - 01.01.1921, Blaðsíða 90
[Andvari.
Einstemskenning.
Eftir
J. Holtsmark.1)
Mjög hefir mönnum á síðustu tímum gerzt tíðrætt
um kenningar Einsteins, hins þýzka spekings og há-
skólakennara. Hefir og að þessu stutt allmjög árangur
sá, er varð af leiðangri Eddingtons prófessors, þess
er Englendingar sendu suður í heim til sólmyrkva-
rannsókna sumarið 1919. Hafa rannsóknir þessar ný-
lega verið birtar. Þykir mönnum svo, þeim er skyn
bera á þessi efni, sem í vændum sé bylting mikil
um skoðanir manna eða hugmyndir á tíma og rúmi.
Er því spáð, ef framhald rannsókna þessara verður
samsvaranda upphafinu, að þá verði árangurinn að
gildi þvílíkur sem fundur þeirra Newtons og Keplers, er
þeim tókst að skýra hræringar reikistjarna. Það má
því þykja vel við eiga, að almenningi sé gefið hug-
boð um það, hvað kenning Einsteins feli í sér, svo
alþýðlega sem verða má. Er þetta því auðveldara,
sem kenning þessi er í rauninni heimspekilegs eðlis
og ekki bundin af nauðsyn við reglur eða fyrirsagnir
stærðfræðilegs eðlis.
Það má þykja hagkvæmast, til þess að náð sé
1) Höf. er norskur fræðimaður, og er grein þessi að mestu þýðing á
grein lians, sem birtist nýlega i liinu merka tímariti Samtiden.