Andvari - 01.01.1921, Page 98
94
Einsteinskenning.
[Andvari.
fræði gildi í stað Evklídess, þá höfum vér með því
einnig öðlazt fulla vitneskju um sveiging rúmsins.
Þetta hefir Einstein gert, og er það í rauninni hin
nýja kenning hans um þyngdarlögmálið.
Vér verðum, áður en lengra er farið, að færa út
hugtak vort um rúmið. Það er sem sé eitt af höfuð-
atriðunum í Einsteinskenningu, að rúmið, sem vér
sjáum, sé eins konar útflettur uppdráttur af rúminu
eins og það er í raun og veru. Og þetta raunveru-
lega rúm í skilningi Einsteinskenningar verðum vér
nú að skýra, áður en vér byrjum á uppdrættinum,
rúminu, sem vér sjáum. Og til þess að skýra þetta,
verður að hverfa að upphafi Einsteinskenningar og
fylgja henni stig af stigi.
það er kunnugt, að ljósgeislar geta farið um hið
auða heimsrúm án nokkurs hafts, að því er virðist.
Vér getum ekki ætlað, að út í heimsrúminu sé
nokkurt loft eða annað efni, sem geti dreift ljósgeisl-
unum. Því hafa menn hugsað sér, að rúmið sé fullt
af hugsuðu efni, Ijósvakanum, sem ekki hafi nokkura
þyngd og ekki geti veitt neitt viðnám við því, að
hlutir (líkamir) hrærist í því. Það (ljósvakinn) verður
að vera efni, sem ljós getur farið gegnum, en oss er
ella alveg ókleift að sjá eða skynja. Ljósvakinn er þá
svo til kominn, að menn urðu að hafa eitthvað, sem
gæti dreift Ijósgeislunum gegnum alautt rúmið. Vér
hugsum oss jörðina hrærast gegnum Ijósvakann á
braut sinni kringum sólina. Hún gæti alls ekki hrifið
með sér nokkuð af Ijósvakanum, eins og hún mundi
gera, ef hún færi gegnum loftið, því að það myndi
tákna, að við það eyddist kraftur, til þess að taka
það með, alveg eins og kúla úr byssu þarf kraft
til þess að fara gegnum loftið. Það yrði að hugsa