Andvari - 01.01.1921, Page 101
Andvari].
Einsteinskenning.
97
fjórar áttir. Ef straumur er í vatninu, verður hrað-
inn misjafn.
Michelson lét ljós berast inn að ákveðnum stað
frá tilteknum stöðum, sem þar lágu jafnlangt frá að
norðan og austan, og bar saman hraða ljóssins á
þessum tveim vegalengdum. Jörðin hreyfðist í austur.
í samræmi við dæmið áðan ætti þá hraði ljóssins
eftir þessum tveim vegalengdum að vera misjafn.
Árangurinn var undraverður. Engan mun var hœgt
að finna. Þetta hefir verið margreynl síðan mjög ná-
kvæmlega, en árangurinn orðið samur. Þetta var ekki
því að kenna* að vélarnar væru ekki nógu nákvæm-
ar, því að Michelson hafði reiknað út, að hann
mundi hafa fundið mun í hraða, þótt ekki hefði verið
□ema V20 af þeim mun, sem hann hafði búizt við.
Tilraun Michelsons varð eðlisfræðingum mikið
íhugunarefni og í rauninni upphaf afstöðukenn-
ingarinnar (Einsteinskenningarinnar). Auðveldasta
skýringin ér sú að segja, að fyrst ekki sé unnt að
sýna tilveru ljósvakans, þá sé eins gott að afnema
hann og segja þá, að enginn Ijósvaki sé til. En þetta
er alveg í lausu lopti, því að þá skiljum vér ekki,
hvernig Ijósið geti farið gegnum tómt rúmið. Eftir
öllu að dæma verðum vér að ætla, að ljósið sé eins
konar bylgjur, og bylgjur geta ekki risið, nema efni
sé til í bylgjur; bylgjur geta menn ekki hugsað sér
verða af engu. Þess vegna var ljósvakinn fundinn
upp, að vér urðum að hugsa oss eitthvað, sem ljós-
bylgjurnar gætu verið í.
Einstein fylgdi hinu fornkveðna: Á skal að ósi
stemma. Hann hugsaði sér, að hér væru sterkari
grundvallaratriði, sem taka bæri til greina, og hann
kom fram með þessa kenning: