Andvari - 01.01.1921, Page 104
100
Einsteinskenning.
[Andvari.
t*að er rétt í dæminu um lestirnar, því að þegar um
lítinn hraða er að ræða, megum vér leggja saman
svo sem þar er gert. En þegar vér náum svo miklum
hraða, að nálgasí ljóshraðann, þá getum vér ekki
lengur lagt saman hraðana.
Maðurinn á annarri j5-ögninni sér alls ekki hina
fjarlægjast með 600000 rasta hraða á sek., heldur
með tæpra 300000 rasta hraða á sek., hraða ljóssins.
Og ástæðan til þess, að hann gerir það, er sú, að
hugmyndir hans um tima og fjarlœgdir hafa breytzt
til muna við það að komast á jð-ögnina. Maðurinn
á jörðinni og maðurinn á /í-ögninni mæla ekki með
sama mælikvarða tíma og fjarlægð. Þetta er helzta
afleiðing afstöðukenningarinnar og leiðir til nýrrar
skoðunar um tíma og rúm, sem vér munum sjá. Og
í þessu er fólgin bylting sú, sem þessi kenning kemur
af stað.
Ef vér göngum að afstöðukenningunni, leiðir af því
bæði rökréttilega og stærðfræðilega, að tveir menn,
sem hreg/ast með ólikum hraða, hafa ólíkan mœli-
kvarða á tima og fjarlœgð Vér getum ekki hér feng-
izt við að skýra þetta stærðfræðilega, en vér munum
skýra árangurinn. Enda er það einnig alveg nægilegt
til þess að skilja hina nýju tíma- og rúm-skoðun,
sem afstöðukenningin felur í sér.
Einfaldast er að taka dæmi, sem að vísu er ekki
hægt að beita í framkvæmdinni, en er fyllilega hugs-
an!egt,Tog hefir þá ekkert að segja, þótt hjálpargögn
vor og verkfæri séu ekki svo fullkomin, að vér get-
um gert tilraunina í raun og veru.
Vér hugsum oss tvo menn A. og B., sem báðir
hafa stikukvarða í höndum og klukku, sem slær á
hverri sekúndu. Vér hugsum oss enn, að svo hátti