Andvari - 01.01.1921, Qupperneq 108
104
Einsteinskenning.
lAndvari.
stöðu í »heiminum«, eða með öðrum orðum gerir
heimslínu.
Tveir athugunarmenn, sem hafa mishraða hreyfing,
sjá hreyfing staðarins misjafnt, en báðir finna þeir,
að söm er braut hans, táknuð heimslínum.
Afstöðukenningin lætur menn nota heimslínur, en
þeir, sem henni fylgja, verða til skilnings almenningi
að skipta heimslínunni í það tvennt, sem hún tekur
yfir, sem sé tíma- og staðarmörk. Það er komið
undir hreyfingarhraða þess, sem í hlut á, hversu
skiptingin fer; tveir menn með misjöfnum hraða
hljóta að fá misjafna skipting.
Frá þessu sjónarmiði verður skiljanlegur hinn kyn-
legi árangur afstöðukenningarinnar gagnvart A. og
B.; hann er af því sprottinn, að A. og B. skipta milli
ljósleiptranna heimslínunni misjafnt.
Nú getum vér aftur horfið að þjmgdarkenningu
Einsteins, með því að hún er í hinu nánasta sam-
bandi við alrúmtímahugtakið og heimslínurnar, er að
vissu leyti þar af runnin.
Vér gátum þess, að kenuing Einsteins um þyngdina
miðar að því, að rúmið breytist í grennd við hluti,
verði sveigt, sem vér kölluðum. Vér gátum ekki
nánara útskýrt þetta fyrr en vér hefðum gert grein
fyrir hugtakinu um heimslínurnar og hinu samfellda
rúmtíma-hugtaki, heiminum. Einstein fer ekki eftir
hinu venjulega rúmi í reikningum sinum, heldur
heiminum. Þá fyrst verða grundvallarreglurnar ein-
faldar og auðsæjar. Heimurinn tekur yfir bæði rúm
og tíma; nú varðar þyngdaraflið bæði rúm og tima,
og er þá eðlilegt, að lögmálið fyrir því bezt verði
táknað með heimshugtakinu.
Einstein tekur fyrir grundvöllinn undir stærðfræði-