Andvari - 01.01.1921, Qupperneq 110
106
Einsteinskenning.
[Andvari.
sé sem eins konar uppdráttur af hinu sveigða rúmi.
Rúm vort er rétt, vér getum ekki hugsað oss sveig-
ing rúmsins; fyrir sjónum vorum er rúmið eins og
hið venjulega Euklidess-rúm. T. d. verður hreyfing
steins í voru rúmi táknuð á sama hátt sem vér get-
um táknað beina línu frá Kristíaniu til Rio de Janeiro
á uppdrætti. Myndin er i báðum dæmunum sveigð.
Steinninn hreyfist í sviga og fararstefna vor myndi
á venjulegum uppdrætti verða sveigð.
Þótt það sé mjög erfitt að hugsa sér sveiging rúms-
ins, þá græðum vér samt á því að aðhyllast hugs-
anagang Einsteins. Hugsun hans er ekki eingöngu
tákn eða annar búningur þess, sem vér fyrst köll-
uðum þyngdarlögmál. Hin nýja skoðun skýrir t. d.
merkt lögmál, sem mönnum var áður alveg óskiljan-
legt og í stuttu máli má lýsa svo:
í loftlausu rúmi falla allir hlutir jafnhratt, hvaða
efni sem í þeim er.
Rað er sem sé auðskiljanlegt samkvæmt Einstein»
því að þar sem allir hlutir hreyfast samkvæmt bein-
um heimslínum, sem fyrir fram þekkjast, þá verða
þeir einnig að hreyfast jafnt, þegar þyngdin hefir
áhrif á þá, með öðrum orðum falla jafnhratt.
Og kenning Einsteins skýrir sveiging ljóssins, þegar
það fer hjá sólunni, á mjög einfaldan hátt. Rúmið f
grennd við sólina er sveigt; þess vegna berst ljósið
einnig sveigt, en af því að ljósið fer svo hratt, sveig-
ist það að eins mjög lítið, að eins svo, að vér megn-
um að mæla það.
Aðalatriði afstöðukenningarinnar eru: 1) að taka
verður saman tíma og rúm í heild, sem að vísu
verður að skipta, svo að vér fáum skilið það, en er
samt sem áður heild. 2) aðdráttaraflið er eiginleiki