Andvari - 01.01.1921, Page 111
Andvari].
Einsteinskenning.
107
rúmsins og verður að eins óbeinlínis til vegna að-
dragandi hluta.
Báðar þessar setningar fela í sér hugmyndir, sem
geyma mikla bylting og erfitt er að hugsa sér. En
ef svo reynist í raun og veru, að kenning Einstéins
sé áreiðanleg, og allt bendir í þá átt, þá verðum vér
fyrr eða síðar að sætta oss við nýungina, og þá verða
vafalaust bæði heimsskoðunin og hið sveigða rúm
jafneinföld og ljós hugtök sem flatarmálsfræði vor nú.
Það má virðast jafngagnlaust að hugleiða sveiging
rúmsins sem tilraunir Galvanis með froskalærin, sem
sveigðust, þegar málmstengur komu við þau. Og þó
leiddi hið síðarnefnda til þess, að rafmagnsstraum-
urinn fannst, sá fundur, sem ef til vill öllu öðru
framar hefir hrundið mannkyninu fram.
Jafnvel þótt kenning Einsteins kunni ekki að bera
jafnmikilsverðan árangur sem froskalæri Galvanis,
þá getur samt enginn sagt, hvað af henni muni leiða
og hverju hún kunni að ráða um hugsunarhátt
vorn og menning.