Andvari - 01.01.1921, Síða 112
lAndvari.
Hið íslenzka Pjóðvinafélag.
Félagið varð fimmtugt p. 19. ágúst 1921. Þessa atburðar
hefir félagið minnzt með því að gefa út Minningarrit, og
er það sent öllum félagsmönnum auk ársbókanna1). Bárust
forseta félagsins heillaóskir úr ýmsum áttum félaginu til
handa þann dag. Jafnframt minntust og öll blöð höfuð-
staöarins félagsins mjög hlýlega. Hagur félagsins er mjög
óhægur sem stendur, og kemur það til af því, að félagið
hefir jafnan öll styrjaldarárin við leitað að liafa árstillögin
lægri en efni félagsins í rauninni leyfðu, og enn eru bækur
félagsins ódýrustu bækur, sem út eru gefnar hér á landL
Pað verður því ekki viölit, að féiagið gefi út næsta ár annað
en hinar reglulegu ársbækur, Andvara (ca. 10 arkir) og
Almanak (ca. 8 arkir). Félagsmenn fá þá nálægt 18 örkum
fyrir að eins 5 kr. og er það lægra verð en á nokkurri
annarri bók. Reynt verður að gera þau eins vel úr garöi
og unnt er. Sérstaklega skal þess getið um almanakið, að
reynt mun verða að hafa það fjölbreyttara en verið hefir;.
er fyrirhugað að hafa þar bálk með islenzkum sagnafróð-
leik, og smágreinir um framfarir á ýmsum sviðum, eink-
um náttúruvisindum og atvinnubrögðum.
Af ýmsum ástæðum mun kappkostað að hraða útgáfu
ársbókanna; fyrir því eru þeir, sem hugsa sér að senda
ritgerðir í Andvara 1922, beðnir að senda þær forsetanum
eða einhverjum ritnefndarmannanna fyrir 1. dezbr. 1921.
1) Menn eru beðnir að lagfæra þessar misiellur i Minniiigarriti félagsins:
Bls. 10, i). 1. a. o. og bls. 47, 5. ]. a. n., wsíöast i Vallanesi« falli burt.
— 30, 2. 1. a. n. »dr. Grími Thomsen«, veröi Sighvati Árnasyni.
— 89, 8.-9. 1. a. n. breytist svo: Dr. Jón Porkelsson samdi þenna kalla
frá grunni i fyrsta skipti, en siönn sú Hannes Porsteinsson um alma-
nakið að þessum hluta og breytti þar til á ýmsa vegu.
— 9G, 17. 1. a. n. Á undan »prófasts« he/ir falliö burt: dóttir Páls.
Enn fremur i Andoara 45. árg. (1920) bls. 5G, 9. 1. a. o. fyrir »Einar
IIjörleifssoi « komi Hannes Ilafstein, og »1888« (i næstu línu) veröi 1883.