Andvari - 01.01.1891, Page 5
I.
Æfiágrip
Jóns Árnasonar
landsb ókavarð ax*.
Eptir Pálma Pálsson.
---» «--
Aldamótin síðustu eru og tímamót í sögu bókmennta
vorra, því að um þær mundir tóku fræðimenn vorir
og skáld, miklum mun meir en áður gerðist, að gefa
gaum þeirri stefnu í bóklegum listum, er þá voru
efst á borði erlendis, og sníða sinn verka eptir rit-
um þeirra manna, er þar liöfðu rutt nýjar brautir
niannlegum anda, vakið nýjar skoðanir á málum,
er áður lágu í þagnargildi, og nýjar hugsjónir og
fjölskrúðugar, er áður voru nær ókunnar hér á landi.
Var það undanfari þeirra tilrauna, er síðar vorn gerð-
ar, til að vekja þjóðina af löngum dvala, kveykja
hjá henni löngun og þörf á umbótum í andlegum og
líkamlegum efnum, fá henni aptur í hendur stjórn
sinna mála og skipa tungu hennar aptur til síns forna
sætis. Einn meðal þeirra manna, sem um miðbik
þessarar aldar stóðu í öndverðri fylking og beittu and-
ans vopnum, hver á sinn hátt, til fulltingis og við-
1*