Andvari - 01.01.1891, Qupperneq 6
4
reisnar íslenzkri tungu og íslenzkum bókmenntum,
má án efa
Jón Ar 11 aso n
vera talinn, sá maður, er varði miklum hluta lífs síns
til að draga fram í dagsbirtuna og gera heyrinkunn-
ar þœr andlegu einkunnir þjóðar vorrar, er hún átti
mestar og beztar í vitum sínum.
Jón Árnason var fæddur að Iíofi á Skagaströnd
þriðjudaginn í 17. viku sumars, 17. dag ágústmánað-
ar 1819. Faðir hans var Árni prestur Illhugason
(f. 1754), er fyrst vígðist til Grímseyjar 1787, létþar
af prestskap 1795 og fór til Flateyjar á Skjálfanda-
tióa og dvaldist þar árlangt, fékk síðan Hof á Skaga-
strönd 1796 og var þar prestur til þess er liann and-
aðist 1825. Síra Árni Illlmgason var þríkvæntur; fyrsta
kona hans hét Guðrún Grímsdóttir, stjúpdóttir Arn-
gríms lögsagnara Jónssonar, og gekk hann að eiga
hana 1779; af börnum þeirra má nefna dætur þeirra
2, er upp komust, Halldóru, er giptist norður i Eyja-
firði bónda þeim, er Guðmundur iiét Sveinsson, og'
Sigríði, er ólst upp í Vík á Flateyjardal og giptist
Sigfúsi Eldjárnssyni, bónda að Jökli og síðar á Arn-
arstöðum í Eyjafirði, Hallgrímssonar prófasts að Bægisá,
Eldjárnssonar; þessa konu sína missti hann 1796.
Miðkona hans var Sesselja Þórðardóttir frá Stóruborg
i Vesturhópi, systir Skúla stúdents Þórðarsonar; hana
gekk hann að eiga ári síðar en hann var prestur
orðinn að Hofl; þau áttu 2 börn, er úr æsku komust,
Þórð, er síðar varð prestur í Klausturhólum (1845—
55), að Vogsósum (1855—60) og síðast að Mosfelli í
Mosfellssveit (1860—62), og Ingibjörgu, er fyrst gipt-
ist Guðnnmdi hreppstjóra Ólafssyni á Vindhæli á
Skagaströnd og siðan Klængi bónda Ólafssyni á Kirkju-
ferju í Ölfusi. Börn síra Þórðar Árnasonar, þau er