Andvari - 01.01.1891, Qupperneq 7
úr æ'sku komust, voru síra Jón Þórðarson, prófastur
að Auðkúlu (d. 1885), óskírgetinn, og Sesselja Þórð-
ardóttir, kona síra Þorleifs Jónssonar á Skinnastöð-
um. En börn Ingibjargar Arnadóttur og Guðmund-
ar Olafssonar eru Davíð prófastur Guðmundsson að
Hofi í Möðruvallaklausturs sókn og Ingibjörg Guð-
mundsdóttir, móðir Guðmundar læknis Magnússonar
frá Holti á Ásum. Sesselja Þórðardóttir andaðist árið
1816. Siðasta kona síra Árna Illhugasonar og móðir
Jóns Arnasonnr var Steinunn Olafsdóttir bónda á
Harastöðum í Ilofssókn á Skagaströnd, Guðmunds-
sonar bónda á Spákonufelli, Jónssonar. Annan son
áttu þau og, er Olafur liét, en hann dó í æsku. Síra
Árni Illhugason var litill fjárhagamaður, enda var
jafnan nokkur þröng i búi hjá honum, en vel var
hann að sér ger um fiest sem margir ættmenn hans,
gæfur í lund og hagorður allvel. Faðir hans var
síra Illhugi að Borg á Mýrum (d. 1770), bróðir Bjarna
sýslumanns á Þingeyrum og síra Sigvalda á Húsa-
felli, Halldórsson prests á Húsafelli (d. 1736), Árna-
sonar bónda í Skaptafellsþingi, Eiríkssonar prests í
Vallanesi (d. 1647), Kctilssonar prests á Kálfafelli i
Hornafirði (d. 1634), Ólafssonar sálmaskálds og prests
á Sauðanesi (d. 1608), Guðmundssonar bóndaáSval-
barði. Síra Ulhugi átti Sigríði Jónsdóttur Bergmanns
(d. 1719), Steinssonar biskups á Hólum (d. 1739),
Jónssonar prests á Hjaltabakka (d. 1674), Þorgeirs-
sonar í Ivetu á Skaga, Steinssonar, Þorgeirssonar á
Grund í Svarfaðardal, er verið hafði sveinn Jóns bisk-
ups Arasonar. Barnsmóðir Jóns Bergmanns ogmóðir
Sigríðar Jónsdóttur var Þórunn Ólafsdóttir, hennar
móðir var Sesselja Grimólfsdóttir, en móðir hennar var
Þórunn dóttir Bjarnár Jónssonar sagnaritaráað Skarðsá
(d. 1655). Kona síra Halldórs Árnasonar á Húsafelli