Andvari - 01.01.1891, Blaðsíða 8
6
var Halldóra Hlhugadóttir prests í Grímsey, Jóns-
sonar að Hofi í Skagafjarðardölum, Jónssonar, Arn-
flnnssonar. Kona Arna Eiríkssonar var Guðný laun-
dóttir Bjarna á Búlandi i Skaptártungu, sýslumanns
i Skaptafellsþingi (d. 1699), Eiríkssonar lögréttumanns
á Búlandi (d. 1661), Sigvaldasonar á Búlandi, Hall-
dórssonar klausturhaldara í Þykkvabæ og sýslumanns
1 Skaptafellsþingi (um miðja 16. öld), Skúlasonar, Guð-
mundssonar á Síðu, Sigvaldasonar langalífs, er uppi
var á Síðu um miðja 15. öld og margt manna er frá
komið. Kona síra Eiríks Ketilssonar var Guðrún
dóttir Arna Magnússonar, sýslumanns á Eiðum. Kona
síra Ketils Olafssonar var Anna dóttir síra Einars
Sigurðssonar sálmaskálds og prests í Heydölum og
hálfsystir Odds biskups Einarssonar.
Jón Arnason ólst upp hjá foreldrum sinum þar
til er hann var á 7. árinu; þá missti hann föður
sinn, að áliðnu sumri 1825, og var liann einn við-
staddur andlát hans; meðan hann var í föðurhúsum,
fór þegar að brydda á því, að hann hafði miklar mætur
á sögum og lét hann hvern þann, er kom að Hofi,
segja sér þær sögur, er hann kunni, og það eigi
síður þótt þær væru svo geigvænlegar, að móðir
hans yrði að lialda utan um hann í rúminu, þar sem
hann sat, að því er hann hefir sjálfur sagt; sannast
liér orðtækið, að snemma beygist krókurinn til þess
er verða vill. Vorið eptir fráfall föður síns fluttist
hann með móður sinni burt frá Hofi og varð hún
að hrekjast af einni jörðinni á aðra hvert árið af 3
þeim liinum næstu; á þeim árum kenndi móðir hans
honum þegar að lesa og nokkurn hlut af barnalær-
dóminum, enda var hann bráðger í öllu. Þegar
hann var á 11. árinu, kom móðir hans honum til
síra Magnúsar Árnasonar, er þá var prestur i Stein-