Andvari - 01.01.1891, Síða 9
7
nesi (1811—38); átti prestur að kennahonum kverið
til enda og koma honum niður í skript og reikningi;
þar dvaldist hann 3 ár (1829—32) og var látinn
vinna hvað, sem fyrir kom, enda það, sem honurn
var ofraun í; hvarf liann síðan heim aptur til móður
sinnar, er hann var á 13. árinu. Var nú búið við,
að hann yrði að láta hér staðar nema námið, því
að móðir hans var þá svo félítil, að liún gat eigi
styrkt hann að mun. En um þessar mundir hauð
Þórður bróðir hans, er þá bjó búi sínu með fyrri
konu sinni, Vilborgu Yngvársdóttur, í Skarði á Landi,
móður hans að taka hann til sín, ef verða mætti,
að þann gæti komið honum til mennta. Sumarið
1833, er liann var á 14. árinu, kom bróðir lians
norður að sækja hann og fór hann þá með honum
austur að Skarði og var þar vistum full 3 ár. Fyrsta
árið, sem liann var i Skarði, eða vorið 1834 var
hann fermdur af síra Eggert Bjarnasyni landlæknis,
Pálssonar, er þá var prestur að Stóruvöllum (1817—
36); var hann þá á 15. árinu. Þann tíma, er hann
var í Skarði, gekk hann að allri vinnu með öðru
heimilisfólki og lagði opt mikið á sig, reri 2 vetrar-
vertíðir á suðurnesjum; fyrri veturinn (1835) reri
hann í Grindavík og var til húsa hjá síra Magnúsi
Torfasyni á Stað (1832—35) í góðu yfirlæti, en síðari
veturinn (1836) reri hann í Keflavík og lá þar með
Öðrum vermönnum í sjóbúð, sem kölluð var á Ná-
strönd og Knudtzon stórkaupinaður átti; þótti bústað-
ur sá kaldur og að öllu fremur óvistlegur. Mun honum
þessi árin lítið hafa orðið ágengt við bólcnámið; var
hann bæði fjörmikilí og bráðþroska, enda ólatur til
allrar líkamlegrar vinnu, en bróðir hans liinn mesti
húsýslumáður og voru þar því nóg önnur störf fyrir
hendi. Kom bróðir hans honum þvíumhaustið 1836