Andvari - 01.01.1891, Qupperneq 10
8
til kennslu til síra Ásmundar Jónssonar í Odda, er
þá hafði og annan pilt til kennslu, Jón Sig'urðsson
frá Guttormshaga, er síðar varð prófastur í Vestur-
skaptafellsprófastsdæmi (d. 188J), og dvaldist hann
þar frá því með jólaföstu og til þess um lok vorið
1837. Kenndi prestur honum latínu og nokkuð i
reikningi en lítið í öðrum námsgreinum; var hann
þó tekinn í Bessastaðaskóla um vorið fyrir tilstilli
þeii’ra prests og bróður sins og fékk þá þegar j/íí
ölmusu. Varð honum örðugt skólanámið fyrst í staðr
er hann hafði notið svo lítillar og alls ónógrar und-
irbúningskennslu, því að hann hafði t. d. að eins.
yfirfarið 10 af æflsögum Nepos, nær ekkert lesið í
dönsku o. s. frv., enda varð lmnn fyrsta vetur sinn
í skóla að fá lausn frá að læra mannkynssöguna,
til þess að geta því betur lagt stund á hinar aðrar
vísindagreinir, er meira máli þóttu skipta; voru slíkar
undanþágur eigi ósjaklan veittar í þá daga. Fyrsta
veturinn, sem hann var í skóla, stundaði hann námið
af svo miklu kappi, að hann reis optar úr rekkju
kl. 4—5 á morgnana og varð þá svo sem aðrir piltar,
þeir er það gerðu, að kaupa sór ljós á eiginn kostn-
að. En með slíkri elju tókst honum brátt að taka
sér svo fram, að hann var eigi miklu síðar talinn með
þeim lærisveinum skólans, er færastir voru, og var
jafnan fyrir.ofan miðjan bekk; hann var og einkar
vinsæll af kennurum og skólabræðrum sinum, en eink-
um minntist hann jafnan af hlýjum hug síra Eiríks Kúlds
Ólafssonar, Sívertséns, er var skólabróðir hans jafn-
gamall; þeir útskrifuðust báðir í maímán. 1843. Hafði
Jón Árnason þá verið 6 ár í skóla og var þá á
fjórða árinu um tvítugt. Þykir hér hlýða að tilgreina
kafla úr vottorði þvi, er Jón Jónsson leetor fékk hon-
um, þá er hann útskrifaðist, og svo hljóðar: