Andvari - 01.01.1891, Blaðsíða 12
10
hvert; en þótt launin væru eigi mikil, rækti hann
þenua starfa, er hann liaföi á hendi, af ljúfu geði,
því að þeir voru alúðarvinir alla þá stund, er þeir
voru saman, og voru þau hjón honum bæði svo ást-
rík sem beztu foreldrar. En er þau voru fallin frá,
tók Jón Arnason að sér yngsta son þeirra, Þorstein
Sveinbjörnsson Egilsson, sem nú er kaupmaður í
Hafnarflrði, og ól háiin upp á sinn kostnað og setti
hann til mennta; hann útskrifaðist af latínuskólanum
1860 og af prestaskólamun 1862. Jón Árnason kvaðst
sjálfur hafa numið meira af Sveinbirni Egilssyni en
nokkrum manni öðrum og ætti hann honnm að þakka
þá kunnáttu, sem liann hefði í móðurmáli sínu;þarf
■eigi að efa að svo muni hafa verið að nokkru leyti,
því að hann var orðhagur hverjum manni betur,
bæði í ræðu og riti, en um þær mundir var enginn
maður hér á landi færari í þeim efnum en Svéin-
björn Egilsson, svo sem kunnugt er. En þá var það
altítt, að þeir, sem eitthvað létu prenta, konm ritum
sínum til hans og báðu hann lagfæra á þeim málið
og lesa prófarkir á síðan; þar á ofan las hann próf-
■arkir af alþingistíðindunum meðan hann lifði og
■öðrum bókum, sem prentaðar voru í landsprentsihiðj-
unni á hennar kostnað; hafði hann þá opt ærið að
starfa við slíkt, enda lét hann Jón Arnason hlaupa
undir bagga með sér; tók hann af Sveinbirni Egils-
syni margan skell í yflrsýn rita og prófarkalestri,
■er hann var bundinn við önnur störf og átti óhægt
við að snúast. Er að þessu leyti einkar vandaður
frágangur á bókum frá þeim tímurn og miklu betri
en opt heíir verið síðan.
Þá er Jón Arnason var orðinn stúdent, tók liann
að læra þýzku og naut í því leiðbeiningar Sveinbjarnar
Egilssonar; náði hann sh'kum styrkleik í þeirri tungu,