Andvari - 01.01.1891, Blaðsíða 13
11
að hann talaði hana fullum fetum, er því var að
skipta. En ensku lærði hann miklu síðar af síra
Olafi Pálssyni, dómkirkjupresti, um 1860. Hann var
og tímakennari við latínuskólann 1849—50, 1850—
51, 1851—52 og 1854—55 og kenndi þá íslenzku,
dönsku og danska bókmenntasögu, grísku og sögu.
Skömmu fyrir 1850 tók Jón Árnason að færast
ritstörf í fang af eignum ramleik. Ritaði hann þá
ágrip af œfisögu Dr. Marteins Lúters (Rv. 1852) og
fékk fyrir það 50 ríkisdali; er sú bók vel samin
fyrir fiestra liluta sakir og lýsir einkar vel lióglyndi
hans og mannúð í trúarefnum. Þá ritaði hann og
Karlamagnús sögu (Rv. 1853) litlu síðar og tók efnið
úr ýmsum bókum útlendum, er liann komst yfir liér
í bökasöfnum; er hún allmikið rit og liðlega samin,
en sjálfum fannst lionum fátt um hana síðar meir
og taldi hana eigi mikils virði; mundi hann feginn
hafa viljað bæta úr skák, en þess var þá eigi kostur,
því að bókin seldist eigi svo vel sem ráð hafði verið
fyrir gert, enda fékk hann aldrei að fullu ritlaun
þau (70 ríkisdali), er honum hafði verið heitið í fyrstu.
Þegar eptir dauða Sveinbjarnar Egilssonar fékk Jón
Arnason þá Þorstein kaupmann Jónsson (d. 1859),
Einar prentara Þórðarson (d. 1888) og Egil bókbind-
ara Jónsson (d. 1877) í lið með sér til þess að koma
-á prent ritum hans, bæði frumsömdu máli og þýð-
ingum; er boðsbrjef þeirra dags. ll.nóv. 1853. Tókst
hann þá sjálfur á hendur að semja æflsögu hans, er
'fylgja skyldi því bindi ritanna, er í væru frumsamin
Tit höfundarins í samfelldu máli og smærri þýðingar,
kvæðin; kom fyrsta bindi ritanna, Ilíons-kmða Hómers,
út 1855 og annað bindi, fyrri deild, Ljóðmœli Sveinbj.
Hgilssonar, 1856. Er þar prentuð æflsaga hans eptir
■Jón Árnason, er samin er af miklum fróðleik um