Andvari - 01.01.1891, Blaðsíða 16
14
ritasafn .Tóns Sigurðssonar og' bækur hans allar. Á
þjóðhátíðinni 1874 var og' safninu gefið mikið í bók-
um, sumt ágæt verk, annað ihð mesta rusl. En
mestar og beztar gjafir í bókum frá útlöndum hafa
komið frá A. F. Krieger, hæstaréttarassessori, er
byrjaði að senda safninu bækur 1881. Auðnaðist
Jóni Árnasyni þannig að sjá vöxt safnsins og við-
gang verða meiri og betri en hann án efa hafði
búizt við 4 fyrstu, einkiun þar sem landsmenn lengi
framan af sýndu því lítinn sóma; kvað svo rammt
að því, að alþingi 1857 hafnáði algerlega að sinna
tillögum þeim, er þá voru bornar upp fvrir þinginu
af varaþingmanni Reykvíkinga, H. Kr. Friðrikssyni,
að fá með 'lögum prentsmiðjuna á Akureyri til þess
að senda því þau rit, er þar væru prentuð. Það er
þeim auðsætt, sem kunnugir eru, að liann hafði ljósa
hugmynd um það, hvílík nauðsyn það er landi voru,
að hér sé eitt öflugt bókasafn, er geti fullnægt öllum
skynsamlegum kröfum þeirra manna, er bæði vilja
fræðast sjálfir og fræða aðra. En eigi er að furða,
þótt starf hans við safnið hafi eigi orðið svo mikið
eða boriö þann ávöxt, sem æskilegt liefði verið og
liann var manna færastur til að leysa af liendi, er
þess er gætt, að hann vann því nær kauplaust að
safninu fidl 80 ár og var kominn að fótum fram, er
hann fékk nokkra verulega þóknun fyrir starf sitt —
mundu fáir hafa gert slíkt og því síður betur. Er þetta
eitt merki þess, hve furðanlega þingi voru og stjórn
opt eru mislagðar hendur. Landshöfðingi veitti hon-
um 5. júlí 1887 lausn frá bókavarðarstörfum frá 1.
okt. s. á., en alþingi veitti honum þá samsumars
800 kr. eptirlaun sem vísindamanni, er hefði unnið
ættjörð sinni bæði gagn og sóma.
Bókavörður Reykjavíkurdeildar hins islenzka bók-
L