Andvari - 01.01.1891, Blaðsíða 19
17
í byrjun þessarar aldar gefið út hinar þýzku þjóð-
sögur sinar, »Kinder und Hausmarchen«, var sem
nienn vöknuðu af svefni í flestum löndiun álfu vorr-
nr og tóku að leita fyrir sér, hvort þeir mundu eigi
ciga neitt slíkt í fóriun sínum; kom það þá upp, að
meira var til, en menn hugðu, ogeiga nú allar þjóðir
mörg slík ritsöfn og sum afar merkileg. Þá er hið
konunglega norræna fornfræðafélag i Kaupmanna-
höfn var nýstofnað, sendi það hingað áskorun (dags,
ö. apríl 1817) um að safna sögusögnum meðal almúg-
ans um fornmenn, fornan átrúnað, hjátrú á ýmsum
hlutum o. s. frv., en henni mun eigi hafa verið sinnt, ■
Lík hugsun hettr og vakað fyrir stjórn hins íslenzka
bókmenntafélags, er hún rúmum 20 árum síðar, 1839,
tók ;ið láta rita sóknalýsingar hér á landi og vildi
láta segja þar frá fornlegum munnmælum, kvæðum
og annari tízku; varð afþvímikill árangur, sem kunn-
ugt er, en allt það safn fór jafnóðum til deildarinn-
ar í Kaupmannahöfn. Skömmu síðar en hér var
komið, hófust kynni með tveim fræðimönnum hér á
landi, Jóni Árnasyni og Magnúsi Grhnssyni, er þá
var í skóla á Bessastöðum og opt kom á heimili
Sveinbjarnar Egilssonar. Árið 1845 gerðu þeir félag
nieð séi með þeirri fyrirætlun að safna í sameiningu
alls konar þjóðsögum og kvæðum, þulum, kreddum
og hindurvitnum o. s. frv. Þeir skiptu mcð sér verk-
um og skvldi þóhvorstyðja annan og styrkja; komu
þeir sér brátt í kynni við menn víðs vegar um land
og fengu þá, hvern í sínu lagi, til þess að rita það
upp af þessum fræðum, er þeir kynnu eða gætu yfir
komizt fyrir annara tilstilli. Fór það þó allt afhljóði
fyrst um sinn. Nokkrum árum síðar, 1852, gáfu þeir
út dálítið úrval úr safni sínu, er þeir kölluðu íslenzk
œfintýri og var það'.’hið fyrsta sýnishorn íslenzkra
2