Andvari - 01.01.1891, Qupperneq 24
22
þjóðleg'a stefnu. Hann lét pilta til skiptis iðulega,
lesa sögur á kveldin um háttatímann, einkuin Is-
lendinga sögur og Noregskommga; þótti lionum sem
þá væi'i hægara að hafa hemil á þeim, er þeim
væri fengið eitthvað annað að hugsa; stundmn sögðu
piltar sjálflr sögur, hver úr sinni sveit; mátti þá
jafnan eiga það víst, að hann væri sjálfur meðal á-
lieyrandanna og vekti eptirtekt þeirra á því, er
honum þótti merkilegt, en sjálfur var hann hvcrjum
manni fróðari í þeim efnum og var manna fúsastur
á að segja mönnum sögur og miðla af sínum mikla
fróðleik hverjum, sem liafa vildi. Þá er hann fór frá
skólanum, sendu íslenzkir námsmenn A’ið háskólann
í Kaupmannahöfn, sem undir hans umsjón höfðu
verið, honum fagurt ávarp og sýndu honum með því
virðing sína og þakklæti (Þjóðólfur 1879, XXI, 108).
Var þetta í fyrsta og síðasta sinn, er honum í lifanda
lifi hafði verið opinberlega þakkaður starfi hans.
Sumarið 1863 brá Jón Árnason sér til Bretlands
til þess að leita sér lækninga eptir sjúkdóm þann,
er áður hefir verið drepið á, og hressa sig eptir á-
reynsluna við ritstörfin. Hafði David Mac Kinlay, er
áður hafði verið læknir á Indlandi og grætt þar of
fjár, sent honum nægilegt fé til ferðarinnar, en þeir
höfðu kynnzt áður hér á landi. Fór hann héðan
beina leið til Liverpool og þaðan til Lundúna og dvald-
ist þar hálfan mánuð; fór síðan um; Norðýmbraiand
og norður til Skotlands og ferðaðist þar víða um sveitir
i Hálöndunum um sumarið. Eru til lítilsháttar drög
til ferðasögu lians um þær slóðir. Á ferð þcssari
liitti hann ýmsa vini sína þar í landi, svo sem Mac
Kinlay, W. Dasent, A. J. Symnington, ritliöfunda, W.
Lauder Lindsay, lækni, og ýmsa aðra.
Þá er blaðið Víkverji var stofnað 1873, gerðist