Andvari - 01.01.1891, Page 25
23
Jón Ámason einn af kostnaðarmönnnm þess, en mnn
haf'a komið sér út úr því aptur innan skamms, og
eigi hefir hann skrifað neitt af þvi, scm þar er
prentað.
Árið 1866, 20. ágústm., kvæntist .lón Árnason
nierkiskonunni Katrínu Þorvaidsdóttur, Sigurðssonar
frá Hrappsey, og var heimili þeirra jafnan luð rnesta
rausnarheimili og meðal annara áttu fjölmargir ungir
námsmempþeir er nokkuð voru að manni, þar æfinlega
víst athvarf; þar varþvíopt mannkviemt mjög, enda
g'engu efni þau, er hann hafði fengið mcð lconu sinni,
mjög til þurðar á þeim árum, þar sem laun hans
voru svo lítil; af börnum þeim, er þau ólu upp að
meira eða nhnna leyti, má ncfna (iuðrúnu Lárus-
dóttur Knudsen (d. 1882), cr giptist síra Þorsteini
Benidiktssyni á Lundi og síðar á Hrafnseyri, og syni
Jóns Thoroddsens, sýslumanns, systursyni konu Jóns
Árnasonar, er þau hjón styrkfu á allar hmdir og
reyndust jaf'nan sem bezt-u foreldrar. Þau eignuðust
einn son mannvænlegan, er Þorviildur liét (f. I!l/7 1868);
hanu var efni í ágætissöngmann og bar í þeirri grein
langt af öðrum unglingum á sínu reki, en hann and-
nðist 25. septemberm. 1885; hafði hann þá um vorið
áður farið upp i 4. bekk latínuskólans. Var þeim
hjónum hinn mesti harmur í fráfalli hans., enda mun
Jón Árnason aldrei haf'a á heilum sér tekið upp frá
því; haf'ði hann aldrei fyllilega náð heilsu sinni eptir
veikindin 1862 og orðið að fara mjög varlega með
sig upp frá því, einkum að því er mataræði snerti.
Hafði vinur hans Lauder Lindsay, sem áður er nefnd-
ur, lagt honum ýmisleg heilræði í þeim efnurn, og
fylgdi hann þelin trúlega. Kenndi hann snenuna
þreytu og óstyrks í hægri hendi; ágerðist það því
meir sem aldur færðist yfir liann og varð allur lík-