Andvari - 01.01.1891, Síða 26
24
ami lians að síðustu mjög magnlítill, enda mátti liann
heita kominn í kör og því nær blindUr, er hann and-
aðist 4. dag septembermán. 1888. Jarðarför hans fór
fram 17. s. m., og stendur veglegur bautasteinn á
leiði hans í landsuðurhorni kirkjugarðsins.
Jón Arnason var meir en meðalmaður á hæð og
þrekinn að því skapi og nokkuð sívalur i vexti og
beinvaxinn, toginleitur í andliti og ncíið hátt framan
og nokkuð bólugrafinn, móeygur og jarpur á liárog
skegg og stóð skeggiö þunnt; hann var karlmenni
að burðum, er háhn var ungur, og að öllu vel að sér
ger, en varð snemma hrumur. Hann var stilltur
vel í skapi og hógvær hversdagslega, en þéttur fyrir,
ef á hann var leitað, og allóvæginn, gamansamur í
orðum og fyndinn og gat verið næsta orðlivass, er
því var að skipta, og þó enginn mælskumaður. Hann
var hinn mesti iðjumaður alla æfi; mátti svo segja,
að hann væri aldrei óvinnandi; þá er hánn sat éigi
við ritstörf eða, gegndi eigi störfum þeim, sem hon-
um voru á hendur falin, þá vann hann líkamlega
vinnu, er liann hafði vanizt í æsku, eða gekk lang-
ar leiðir, venjulega hvern dag og livernig sem viðr-
aði, sér til iieilsubótar og lifði svo rcglulegu lífi, sem
framast var unnt.
Jón Arnason er einn meðal þeirra landa vorra
á síðari öldum, er með ritum sínum hafa vakið at-
hygli mikils hluta liins menntaða heims á landi voru
og þjóð, og með starfa sínum við þjóðsögur vorar og
Önnur alþýðleg fræði hefir hann reist sér i hugum
vorurn
moniimentum aere perenniue.