Andvari - 01.01.1891, Síða 32
30
bezta og' gekk feröin því greiðlega. Um þessar slóðir
sést það glöggt við hverja sprænu, live afarmikill
aur hefir borizt út i fjörðinn, sem á isöldinni huldi
allt Borgarfjarðar-imdirlendið, fram með hverri á eru
háir leirbakkar með eintómum ísáldarleir, svo er t.
di við Flóku og' Reykjadalsá. Reykholtsdalurinn er,
eins og' kunnugt er, fullur af hverum og lauguni;
fyrst fórum við fram lijá laug við Geirsá rétt hjá
Stóra-Kroppi og svo að Kiepþholtsreykjum, þar eru
miklir hverir; rétt hjá bænum við dálítið síki eða
læk er allstór hverahrúðursbreiða mn 70 álnir á
lengd frá norðri til suðurs. Eptir hrúðurbreiðunni
endilangri er sprunga, er stefnir nærri frá norðri til
suðurs (N 10° A); syðst úr sprungunni bullar vatnið
upp á 5 eða 6 stöðum, en neðar eru reglulegar
hveraholur og sýnast þar vera dálitlir hlykkir á
sprungunni; jafnhliða, á styttri sprungu, 10 skref frá
hinni sprungunni, eru tveir allstórir hverir og spýtir
hinn syðri einna mest 4—5 fet í lopt upp. Hitinn
í þessum holum er 95—97°. Hverahrúðurinn er mó-
leitur og grár, harður og þéttur, sumstaðar sést í
vatninu bleikrauð, hlaupkennd skán. Allmikill
lækur rennur frá hverunum niður í Reykjadalsá.
Jurtagróður er talsverður kringum hverina, og eru
það mest þær jurtategundir, sem annars eru vana-
legar við hveri; algengastar eru mura (potentilla
dnserina), pétursfífill (leontodon autumndlis), græðisúra
(plantago major), grájurt (gnaphalium norvegicum),
vatnsnafli (hydrocotyle vulgaris), skurfa (spergula
arvensis), smári (trifolium repens), eyrarrósartegund
(epilcbium palustre) o. s. frv. I fjallinu fyrir ofan
Kleppholtsreyki eru gamlar grasgrónar sprungur, sem
sýnast hafa sömu stefnu eins og hverasprungurnar.
Frá Klepplioltsreykjum fórum við yfir ána að Deild-