Andvari - 01.01.1891, Side 34
32
kofanum, hann gýs 1—2 fet í lopt upp, gosin standa
í 25 sekúndur, en svo er 5—6 sekúnda hlé á milli.
Hverholan er 3 fet að þvermáli og í henni höþ'a0
hiti; kringum opið er 4 álna breið, lág hverahrúð-
ursstrýta og er hrúðurinn dökkgrár á lit; minni
hverhola með sama hita er nokkrum skrefum neðar,
hún gýs eigi. Stefna hveranna á Sturlureykjum er
svipuð stefnu hinna hveranna, þó nokkuð meir til
vesturs (N 40° V). Frá Sturlureykjum riðum við upp
nð Reykholti og skoðuðum Vellineshver eða Árhver
um leið. • Þessi hver er mjög einkennilegur, því haiín
kemur upp úr skeri í miðri ánni, tilsýndar er skerið
■eins og gufuskip á siglingu eða blásandi hvalur.
■Skerið er inyndað úr ísaldarleir eins og bakkarnir
við ána, en leirinn er orðinn grjótharður af áhrifum
hveravatnsins og smá-hnullungar og steinvölur, sem
í leirnum hafa verið, eru orðnar blýfastar og sambak-
aðar við leirinn. Skerið er á að gizka 4—5 álnir á
hæð og er sprunga eptir því endilöngu (N 5° V) og
á henni hverirnir 4 að tölu, nyrzti hverinn gýs
mest 5—6 fet, þar næst er mjög djúpt op, svo af-
langt gat með 78° hita og syðst kringlótt gat með
96° hita; fyrir neðan nyrzta hverinn að vestanverðu,
rétt niður við á, er hverhola, sem spýtir út í ána.
Enginn gróður er á skerinu, en rautt slí er hér og
hvar við hveraopin. Um kvöldið komum við að
Reykholti og vorum þar um nóttiha.
Eins og kunnugt er, eru líka hverir allmiklir í
Reykholti, Skrifia og Snorralaug eru fræg um allt ís-
land og jafnvel kunn víðar, þarf eg ekki að lýsa þeim
nákvæmlega með því að þær eru kunnar svo mörg-
um. Snorralaug er rétt hjá bænum norðaustan undir
dálitlum hól, hún er kringlótt og 6]/i álnir að þver-
máli; laugin er lilaðin upp vel og vandlega úr höggn-