Andvari - 01.01.1891, Síða 35
um hverahrúðurssteinum og hellur í botninum, hún
er nærri 2 álnir á dýpt og frarn með veggjunum er
bekkur eða brík. Ur Skriflu er heita vatninu veitt
í Snorralaug um 177 álna langan stokk, stokkurþessi
er mestallur neðanjarðar, en þó opinn á nokkru svæði
(27 áluir) næst Skriflu. Þar sem vatnið úr stokkn-
um rennur í laugina, er hiti þess 64°, en það hefir
mátt stífla stokkinn fast við laugina, svo vatnið rann
um annan stokk burtu, saman við vatn það, sem
hleypt er úr láuginni, og' hefir svo lieita vatnið í
Snorralaug verið látið standa nokkra stund, unz það
var svo kólnað, að menn gátu baðað sig í því. Vatn-
inu var hleypt úr lauginni gegn um koparpípu, sem
rétt við botninn gengur út í stokk til suðurs, ennið-
ur í laugina eru 4 steinþrep. Það eru munnmæli, að
Snorri Sturluson hafi átt að byggja laugina, en enga
vissu hafa menn fyrir því. Opt lietir verið gert við
laugina, og seinast var hún hlaðin upp 1858, en stokk-
urinn frá Skriflu kvað aldrei hafa verið snertur. Skrifla
er allstór liver (lU/s fct að þvcrmáli) með miklu
. vatnsmeglii, og gýs hún hæst 2—3 fet; er hlaðið í
kring um hana með blágrýtissteinum og torfi; hvera-
hrúður sezt því nær enginn úr vatninu, hiti þess er
97°. Frá Skriflu eru 140 fet niður að Dynk og við-
líka langt er þaðan að dálítilli volgru við lækjarrás
eina. Allir þessir liverir liggja á sömu linunni, og
er stefna hennar lík eins og sprungustefna ann-
ara hvera í Reyklioltsdal (N 25° A). Á Dynki er
eitt aðalop með 91° hita; þegar loptbólurnar brjótast
upp að neðan, flnnur maður jörðina smátitra undir
fótum sér; 2—3 álnum norðar en aðalgatið er dálít-
ill grafningur með 8 smáum hveraopum; i nyrztu
holunni, sem notuð er til að baka yfir brauð, var hit-
inn mestur 96°, úr syðsta gatinu spýtist vatnið 1—2