Andvari - 01.01.1891, Page 38
36
gosin standa yfir í 4—5 minútur, vatnið er 98° heitt.
Mikið hefir dregið úrgosum Strokks síðan.annar hver
litlu norðar fór að gjósa; sá hvervar fyrir 20 árum
ekki nema lítið auga, en nú er í honum mikið vatns-
megn; gýs þessi nýihver í sífellu 1—2 fet í lopt upp.
Milli gosa Strokks líður vanalega liálf stund, þó er
tíminn xnilli gosanna eigi alltaf lhnn sami; nýi hver-
inn gýs allt af í sífellu eins fyrir það þó Strokkur
gjósi, lætur það ekkert á sig fá. Nyrztu hverirnir
við Norðurreyki eru á mel rúmum 500 skrefum fyrir
norðan Strokk; þar kemur upp heittvatn á melnum
hér og hvar og myndar polla og læk; heitasta holan,
sem eg fann, var 97°, aðrar 70—90°. Beint norður
frá hverum þessum er heit uppspretta niður við Hvítá,
og norðan ár er líka svolítil velgja á sömu línunni.
Hverir þessir allir sýnast vera nátengdir stórri sprungu
í jörðunni.
Frá Norðurreykjum riðum við upp í Hálsasveit
og upp að Húsafelli. Norðan við Ilvítá er óslitin
hlíð fram með allri Hvítársíðunni og undirlendi lítið;
það er aptur meira að sunnanverðu, af því áin rehn-
ur nær norðurlandinu. Á melunum fram með Ilvítá
sjást alstaðar á strjálingi gulleitar líparítagnir; þær
hafa borizt með ánni úr líparítfjöllunum, sem eru í
tungunni miili Hvítár og Norðlingafijóts; þessar líparít-
agnir sjást alstaðar með ánni alla ieið fram að ósum.
Hvítárdalurinn er fagur í góðu veðri og prýðir hann
mjög hin fagra fjallasýn til jöklanna, einkuin er Ei-
ríksjökull tignarlegur. Hraun mikil hafa fallið nið-
ur í dalinn beggja megin við tunguna, og nær hraunið
kippkorn niður fyrir Gilsbakka; skógur er þar víða
í hrauninu. Hvítá hefir orðiö að brjóta sér farveg
um hraunið og fellur þar víða þröngt. Við komum
að Barnafossi; þar rennur áin fast upp að suðurhlíð-