Andvari - 01.01.1891, Page 39
3?
inni og liefir brotið djúp gljúfur í hraunið. Fossinn
er ekki neitt sérlega stór; brýzt áin þar gegn um
örmjótt skarð og þeytist fyrir neðan fossinn með
hringiðukasti um hraungljúfrið; hraunveggirnir að
gljúfrinu eru hrikalegir og víða hrislur á börmunum;
milli hraunlaganna fossar víða vatn fram í ána.
Fyrir ofan Barnafoss-glufuna fellur áin í mörgum
smábunum niður breitt, en lágt hraunhapt; lfklega
sameinast þessar bunur þegar meira er í ánni, og
verður fossinn þá fallegri. Eins og kunnugt er, segja
þjóðsögur, að fyrrum hafl verið steinbogi á ánni og
liafi hann verið brotinn eptir að tveir drengir duttu
út af honum og drukknuðu í ánni1. Enginn annar
foss er í Hvítá en þessi, því Kláffoss hjá Hurðarbaki
má varla foss heita; áin fellur þar í þrengslum og
er strengur í henni og hávaðar; þar átti .Tón murti
að hafa hlaupið yfir2. Nú eru menn að hugsa um
að brúa þar ána. Síðan riðum við upp hjá Hraun-
ási og upp með hlíðinniþar fyrir ofan; þar ernokk-
uð af liparíti í fjallinu, en aðalefni þess fjalls, sem
annara hér í nánd, er þó blágrýti. Húsafell stendur
á sléttlendi rétt fyrir neðan djúpt gil; neðarlega
í gilinu eru rauðar skriður og þar fyrir ofan eru
rauð móbergslög í fjallinu. Móberg þetta er fremur
hart, en hægt er að höggva það og kljúfa eptir vild
sinni; úr því hafa menn opt gjört legsteina og sjást
þeir víða i kirkjugörðum um Borgarfjörð og víðar.
I garðinum á Húsafelli er meðal annars legsteinn úr
þessu rauða móbergi yflr hið alþekkta rímnaskáld, /
sira Snorra. Móberg þetta er líkt móberginu i Hóla-
byrðu nyrðra. í gilinu er annars eintómt blágrýti,
1) íslénzkar þjóðsögur II., bls. 102—103.
2) Sm. st. II., bls. 112—113.