Andvari - 01.01.1891, Blaðsíða 43
41
var varla stætt veður, skildum við eptir hestana og'
bundum þá saman en gengum upp; þokan óð alltaf
um efsta kollinn svo við sáum lítið nema stöku sinn-
um er hvassviðrið reif þokuna frá. A kollinum er
dálítill melur og á honum dálítil steinhrúga, þar
fundum við tvo steina, sem hvolí't var saman og
voru klöppuð á þá ártölin 1784 og 1813; ekki veit
eg hverjir það hafa gert. Milli Strúts, Eii’íksjökuls
og Hafrafells myndast krókur allstór og er Flosa-
skarð upp úr króknum, það liggur rnjög hátt líklega
fram undir 2ö00 fet yflr sjó; Eiríksjökull og Lang-
jökull eru eiginlega samvaxnir eða réttara sagt standa
á sama grundvelli þó þessi hvilft sé niður á milli
þeirra. I Flosaskarði eru graslausir sandar og vötn
er norður eptir dregur. Fvrir neðan skarðið er af-
langt fell og graseyrar nokkrar með því, þar heitir
Torfabæli. Hvítá kemur þar upp í krikaniun í tveim
kvislum eða þrem og myndar þar ýmsa króka og
polla í hrauninu. Mjög vetrarlegt var að sjá inn í
Flosaskarð, þar eru stórir skaflar á báða vegu þó
ekki sé þar eiginlegur jökull. 1 Langjökulsröndinni
suður af Hafrafelli eru mörg klungrótt smáfell og
uppstandandi berglnyggir, en mjög blánar þar víða
fyrir skriðjökulsblettum; stærstur er þó sá skriðjök-
ull, sem gengur niður með Hafrafelli að sunnan. Ok
er ákaflegá mikil ávöl bunga og dröfnótt af stór-
sköflum niður fyrir miðju, en efst er regluleg ávöl
jökulhúfa eins og á Eiríksjökli; vestan í því eru
neðan við jökulinn brattar hamrabrúnir; ekki sá cg
neina skriðjökla úr Okinu, og engir verulegir skrið-
jöklar ganga heldur hérna megin niður úr Eiríks-
jökli. Yfir heiðarnar til norðurs og vesturs sáum
við lítið fyrir þoku, þó sá í kafla og kafla í einu
eptir því sem þokuna reif frá; þær heiðar eru að