Andvari - 01.01.1891, Qupperneq 44
42
mestu sléttar, hvergi tindar, en víða lágar öldur,
mýrar, fcn og óteljandi vatnagrúi, sem illt væri að
mæla og mun þess langt að bíða að öll þau vötn
verði sett fullkomlega rétt með öllum öngum og vík-
um á uppdrátt Islands. Hallmundarhraun er hér
næst, iiefir önnur álman eins og fyrr er getið runnið
niður með Norðlingafljóti og er hún mjög löng, hin
álman er miklu styttri, sem runnið hefir inn í krik-
ann milli Strúts og Eiríksjökuls og sameinast hún
Geitlandshraununum að sunnan. Hallmundarhraun
kvað vera mikið stærra en það er sýnt á uppdrætti
Islands, og ná nærri norður að Langjökulsenda, fram
með því kvað víðast vera hagar. Þegar við a})tur
gengum niður Strútinn var orðið töluvert lygnara,
þá fann eg glöggar ísrákir (Nf)0°V), 465 fetum fyrir
neðan toppinn á móbergsklöppum, og er það sjaldan
að ísrákir hafa getað haldizt á svo linu grjóti; hér
liggja og á víð og dreif stór doleritbjörg ísborin,
nudduð af jöklum, hnöttótt og rákótt, eitt stóð á
»breccíu«-fæti, af því bergið hafði af lopti og legi
eyðzt í kring. A efsta melkolli Strúts er enginn
gróður, enda geta jurtir víst varla staðizt hvassviðrin
þar, en þegar niður eptir dregur fara að koma jurtir
á stangli, lielzt steinbrjótstegundir og tröllajurt (pedi-
cularis fianimea).
Næsta dag fórum við upp í Surtshellir, riðum
fyrst að Norðlingafljóti og svo upp með því upp á
Fugleyrar. Þaðan er góð útsjón til Eiríksjökuls og
útundan honum kemur lengst í austri sporðurinn á
Langjökli. A Eiriksjökli er hamra-stallur allt í
kring og jökulbunga ofan á, ekki byrjar jökullinn
strax fyrir ofan brúnirnar, fyrst eru þar skaflar,
sem fjölga eptir þvi sem nær dregur jökulröndinni;
utan í hlíðinni miðri er Eiríksnýpa, það er einkenni-