Andvari - 01.01.1891, Side 47
45
og nálæg't botninum er varða sem Eggert og Bjarni
byggðu og þar hafa ferðamenn lagt skildinga ofan á
vörðuna. Allstaðar er í Surtshellir sífelldur leki og
mjög kaldranalegt og úvistlegt, svo varla hefir þar
verið þægilegur bústaður fyrir mennska menn. Þar
sem hellirinn liggur er hraunið að ofan alveg fiatt
og ber þess engin merki, að þar sé hcllir undir.
Hæð hellisins sýnir hve ákaflegaþykkt hraunið hlýt-
ur að yera, ofan á honum liggur þar sem hann er
hæstur 1-—l»/a mannhæð afgrjóti og miklu meiraer
sjálfsagt undir hellirnum niður að bergi því, sem
hraunið hvílir á.
Frá Surtshellir riðum við aptur niður með Xoröl-
ingafljóti og svo yfir það réttfyrir ofan dálítinn foss
yflr að Þorvaldshálsi og niður með honum góðan veg
helluhraun með uppgrónum grundum, síðan niður
hjá Fljótstung'u og Þorvaldsstöðum, er þar allstaðar
reglulegt helluhraun, sem fyllir dallinn lilíða á milli;
svo fórum við með hrauninu fyrir neðan bæina er
standa í hlíðinni og að Gilsbakka. Bærinn dregur
nafn af stóru gljúfragili suðvestan við bæinn, hann
stendur hátt upp í hálsinum 8fl8 fet yflr sjó, þaðan
er þvl mjög fögur útsjón yfir dalinn og til allra
hinna tignarlegu snæfjalla á hálendinu. Það sést í
gljúfrunum hjá Gilsbakka, að aðalefni liálsanna er
basalt; þó er Sumstaðar grátt og rautt móberg ofan
á. Frá Gilsbakka riðum við niður Hvitársíðu, blá-
grýti er þar í allri hlíðinni, en víðast lausagrjót of-
an á, allstaðar eru liáir leirbakkar fram með Hvítá
og opt móhellulög ofan á. Iijá Síðumúla skoðaði eg
laugina, hún er í mýrarsundi milli melbarða kipp-
lcorn fyrir neðan Síðumúia; laugin er hér um bil 3
feta breið skál, i gömlu kverahrúðri hiti hennar 73°,
í auga dálitlu ofar í litlu mýrarsíki eru 42°. Hurð-