Andvari - 01.01.1891, Síða 48
46
arbakshverirnir sjást hinumegin ár beint á móti;
þjóðsagan segir að hver frá Síðumúla hafi flutt sig
þangað þegar Jón murti drap brúðgumann, af því
blóðstorkin klæði lians voruþvegin í hvernum; hver
þessi átti að hafa verið á mel fyrir utan túnið í
Síðumúla, hann hvíldi sig á leiðinni þar sem nú er
laugin, sem fyrr var getið. Frá Síðumúla riðum við
yfir hálsinn yfir í Þverárhlíð, þar eru alstaðar blá-
grýtisklappir mjög' isnúnar og sjást mjög miklar
jöklamenjar um alla Þverárhlíð og Stafholtstungur,
bæði ísrákir og annað; eru mýrasund og láglendi
milli hinna óteljandi klappaholta sem upp standa.
Ivígar neðar dregur eru fram með ánum háir leir-
bakkar eins og í Hvítársíðu og finnst sumstaðar í
leirnum allmikið af skeljum, t. d. hjá Neðranesi og
Kaðalstöðum, hafa þessi héruð verið í sjó um lok ís-
aldarinnar.
Seinasta dag júlimánaðar fórum við frá Staf-
holtsey vestur á Langavatnsdal, fórum yfir Hvítá á
Langholtsvaði, yfir þverá hjá Neðranesi og Norðurá
hjá Munaðarnesi, og svo upp tunguna milli Norðurár
og Gljúfurár að Grísatungu. Þar er land mjög klett-
ótt, eintóm liá hamraholt og mýrarsund á milli,
landið er þó víða fagurt og töluverð tilbreyting, því
holtin eru skógi vaxin, víða eru tjarnir í lautunum,
engjablettir og sef í kringum pollana, hér og hvar
leynast kotbæir milli liæðanna og eiga þeir slægjur
á víð og dreif í mýrabollunum milli holtanna. Frá
Grísatungu er slitróttur vegur upp á Langavatnsdál,
er fyrst farið upp með gili og upp hvern blágrýtis-
hjallann af öðrum, er land þar á fjallinu fremur
ljótt, hrjóstugir hryggir og smádalir og lægðir á
milli, vatnapollar á stöku stað; Vikrafell sést á hægri
hönd eigi langt í burtu, það er úr móbergi þó blá-