Andvari - 01.01.1891, Blaðsíða 51
49
blág-rýti í gijúfarbörmunum og' sumstaðar rauð gjall-
lög' á milli, gangar eru þar allmargir og liggja þeir
allir þvers ígegnum öll lögin; gilið er allt jafndjupt
og hefir það sagaztþvers ígegnum fjallið; áin kenmr
úr Vikravatni hjá Vikrafelli. Daginn eptir tókum
við okkur upp því varla var lengur fil setunnar boð-
ið, rigningarnar héldust alltaf við og veðrið heldur
versnaði en batnaði, tjaldið var farið að lelca svo
okkur var orðið fremur ónæðissamt í því; þá sjaldan
sem dálítið stytti upp ætlaði mýbitið að æra hestana,
Við fórum fyrst niður að Grísatungu og Skarðsheið-
arveginn vestur í hreppa, landslag er þar við veg-
inn líkt og annarstaðar hér 1 kring, hrjóstug holt og
klappir, hálsar og hryggir, með hvosum og giljum á
rnilli, vegurinn er ekki greiðfær því varla sýnist svo
að þar hafi verið snarað steini úr götu að minnsta kosti
seinasta mannsaldurinn og er þetta þó alfaravegur.
Vegurinn liggur niður Hraundal, dalurinn er þröng-
ur og fyllir hraunið allan botninn, gróður er tölu-
verður í því og neðst riokkur skógur; í hrauninu eru
smáir vatnspollar og lækjakvíslir; það eru fyrstu
drögin til Alptár, sem hér sprettur upp. Fyrir neðan
dalinn breiðir liraunið sig íit sem stórt haf niður
eptir öllu undirlendi og stíngur mjög af Adð mýrarn-
ar og fióana niður frá, þó er það víða grænt af ’grasi
og skógi. Utsjónin undan Svarfholtsmúla yfir undir-
lendið er víð og fögur, fyrir ofan sléttleridið eru þver-
hnýpt fjöll, 'múli fram af múla, en fram úr hverjum
dal hafa fallið svartar hraunbreiður; árnar hlykkjast
um undirlendið þvert niður að sjó og allstaðar glittir
í stöðuvötn og tjarnir. I múlunum eru regluleg ba-
saltlög og hallast þau allajafnan til norðvesturs. Um
kvöldið reið eg niður að Brúarfossi og var þar um
nóttina.
4