Andvari - 01.01.1891, Síða 54
52
Bratteyri að simnan, um íjöru fjarar út úr mestöll-
um ósnum, í miðjum ósnum eru sker og eyjar, Jörfa-
eyjar, og er þar selaveiði töluverð. Vestanverðu við
Kolbeinsstaðafjall gengur Hnappadálur og eru þar
stór hraun, þrír stórir gígar í röð (Rauðamelskúlur
og Rauðhálsar) liggja yfir dalinn þveran, en innar
er Gullborg og Gullborgarliraun uppi undir Hlíðar-
vatni. Afastur við þenna Barnabornargíg, sem eg
nú hefi nefnt, er öhnur djúp gígskál, lítið minni og
er hár hraunliryggur milli þeirra, þar eru miklar
dældir og skvompur í þeim gíg og heitir þar Iirafna-
tindadalur. Frá Barnaboi’g fórum við upp að Skóg-
um og svo þaðan að Grettisbæli. Skógar standa und-
ir þverhnýptu fjalli, tún bæjanna eru samanhang-
andi, þar er rnjög skriðuhætt, en fögur útsjón yfir
undirlendið, yfir hraun og mýrar, vötn og ár. Grett-
isbæli er einkennilega lagað móbergsfell utan í aust-
urhlíðimii á Fagraskógarfjalli, á því eru að ofan ótal
smáir tindar og toppar einsog nálar og oddar og
þar sézt gatið uppi sem Grettir á að hafa búið í.
Sökum þess að móbergið cr svo lint, heíir lopt og'
lögur haft mikil áhrif á það og etið það í sundur,
svo þessvegna er fellið svo göddótt víða, einkmn
ofan til eru margir samtvinnaðir, hvassir liryggir,
líklega harðari æðar í móberginu, sem hafa staðið
er linara bergið eyddist í kring. IJítá fellur milli
fellsins og hraunsins, sem runnið hefir út úr Hítár-
dal, og hefir hún brotið töluvert úr því. Eg skoðaði
meðal annars stórar gulrauðar klappir sunnan í fell-
inu, í þeim er sambakað hnullungagrjót; þær sýnast
vera isriúnar, en þó sjást ekki glöggar ísrákir, þær
hafa ekki getað haldizt á svo linu bergi. Ofanvið
fellið dalmegin er stór malarbunga og hefir hún lík-
lega sumpart myndazt af skriðum úr gili fyrir ofan,