Andvari - 01.01.1891, Qupperneq 55
53
en sumpart af grjótrusli sem heflr ekizt niður dal-
inn og staðnæmst þar. Rétt á móts við Grettisbæli
ofanvert er foss í Hítá, sem heitir Kattarfoss, hann
er eini fossinn í ánni að undanteknum Brúarfossi.
Foss þessi er snotur, líklega 30—40 feta hár, hann
er í einni bunu og fellur þröngt að ofan og svo nið-
ur 1 stóran ketil í hraungljúfrunum; kringum ketil-
inn er fagurt stuðlaberg. Frá Grettisbæli riðum við
upp að Hítardal. Hraunið í dalnum er töluvert upp-
gróið, hér og hvar eru í því grasflatir og skógar-
hríslur á stangli; sumstáðar eru hellar í þvi, eins t.
d. Göngukonuhellir, hann er allviður þegar inn
kemur en opið er mjótt. Um miðjan dalinn þveran
er röð af móbergsfellum, Bæjarfell hjá Hítardal, Hró-
berg og Valafell í miðjum dalnum og litlu ofar að
norðanverðu er allstórt fjall úr móbergi utan i bas-
althlíðinni, og heitir það Klifsahdur, dálítið skarð
skilur það frá aðalhlíðinni, einsog Grettisbæli. Ofar
í dalnum eru rauðir gigir og upp frá er Hítárvatn
sem áin rennur úr; þó afrennsli þcssa vatns stund-
um nærri þox-ni upp, þá getur Iíitá samt verið all-
mikil, langt niður frá, eptir aðTálmi er fallinn í hana,
i Tálrna renna svo rnargir lækir undan hrauninu, að
hann er alltaf nxikill og opt slæmur yfirferðar. Hraunin
í Hítardal halda áfram upp eptir upp á Þórarinsdal
og Grafheiði, þar uppfrá kvað vera töluvert af gíg-
um. Bæjarfell hjá Hítardal tengist við hlíðina með
sunduretnum móbergshryggjum, þar eru margir klett-
ar skringilega lagaðir og meðal þeirra er Nafnaklett-
ur kunnugastui’, þar hafa fjölda margir skoi’ið nöfn
sín i hinn mjúka stein, af útlendum ferðamannanöfn-
um voru tvö merkust Ebenezer Henderson (1815),
íxxeð hebresku letri og Metcalfe (1860), auk þess eru
þar óteljandi önnur nöfn. Móbergið hér i kring er